Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

429/1986

Reglugerð um lánasjóð nemenda sjómannaskólanna

1. gr. Nafn sjóðsins.

Sjóðurinn heitir lánasjóður nemenda sjómannaskólanna (LNS). Heimili hans og varnarþing er í Reykjavik.

Stofnfé sjóðsins er 1 millj. kr. framlag frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.

2. gr. Tilgangur sjóðsins.

Tilgangur sjóðsins er að veita 1án þeim er stunda stýrimanna- eða vélstjóranám.

3. gr. Tekjur sjóðsins.

Tekjur sjóðsins eru:

  1. Framlög sem sjóðnum kunna að áskotnast.
  2. Vaxtatekjur, lántökugjald og verðbætur.
  3. Aðrar tekjur.

4. gr. Stjórn sjóðsins.

Stjórn sjóðsins skal skipuð sex fulltrúum. Þar of eru skólastjórar Stýrimannaskólans í Reykjavik og Vélskóla Íslands, einn fulltrúi nemenda frá hvorum þessara skóla kosinn of nemendaráði og fulltrúi tilnefndur of LÍÚ auk formanns sem ráðherra skipar án tilnefningar.

Stjórn sjóðsins er heimilt að fela bankastofnun vörslu sjóðsins, innheimtu lána og annað það er leiða kann of starfsemi hans.

Bankastofnun sú skal leggja endurskoðaða reikninga fyrra almanaksárs fyrir stjórn sjóðsins eigi síðar en 15. apríl árið eftir.

5. gr. Umsóknir um lán.

Allar umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð, sem sjóðstjórn lætur í té og skal þeim fylgja staðfesting viðkomandi skólayfirvalda að umsækjandi sé við nám.

Umsóknir skulu berast fyrir 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn ár hvert, í fyrsta skipti fyrir 15. október 1987.

Sjóðstjórn skal stefna að afgreiðslu lána fyrir 15. nóvember og 15. mars ár hvert.

6. gr. Úthlutun lána.

Fjárhæðir lána skulu ákveðnar of stjórn sjóðsins í samræmi við tekjur hans og eignir hverju sinni.

Við úthlutun úr sjóðnum skal stjórn hans m. a. taka tillit til fjölskyldustærðar, búsetu umsækjanda og annarra aðstæðna samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar sjóðsins.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytið, 14. október 1986.

Matthías Bjarnason.

Ólafur S. Valdimarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.