Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

433/1979

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðanir, viðhald og viðgerðir loftfara nr. 443 28. desember 1976.

1. gr.

1. gr. orðist þannig:

Orðaskýringar.

Gangtími (time in service) : Hér er átt við þann hluta flugtíma sem líður frá þeirri stundu að loftfar lyftist frá yfirborði jarðar þar til það snertir hana aftur á næsta lendingarstað.

Lítið loftfar (small aircraft) : Loftfar sem hefur mestan leyfilegan flugtaksþunga 5700 kg eða minni.

Loftfar (aircraft) : Sérhvert það tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrif við yfirborð jarðar.

Stórt loftfar (large aircraft) : Loftfar sem hefur leyfilegan flugtaksþunga meiri en 5700 kg.

2. gr.

2. gr. orðist þannig:

Skoðanir.

3.1. Stór loftför og önnur loftför sem notuð eru til flugrekstrar í atvinnuskyni.

Eigandi/umráðandi loftfars skal semja skoðanaáætlun fyrir sérhvert loftfar, sem hann rekur, og leggja fyrir flugmálastjórn til samþykktar. Telst loftfar ekki lofthæft nema fylgt sé samþykktri skoðanaáætlun.

3.2. Lítil loftför sem ekki eru notuð til flugrekstrar í atvinnuskyni.

Skoðanir skulu gerðar í samræmi við fyrirmæli skoðunarhandbókar, þó ekki sjaldnar en á 50 og 100 gangtíma fresti (50 og 100 klst. skoðanir) eða samkvæmt öðrum reglum sem flugmálastjórn hefur samþykkt.

Minnst eina 100 klst. skoðun skal gera því sem næst árlega til endurnýjunar lofthæfisskírteinis (ársskoðun) undir eftirliti fulltrúa flugmálastjórnar.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt III. kafla, sbr. 186, og 188. gr, laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir og gildir um íslensk loftför hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað.

Samgönguráðuneytið, 18. október 1979.

Magnús H. Magnússon.

Birgir Guðjónsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica