Samgönguráðuneyti

47/1951

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Flateyjarhöfn á Breiðafirði, nr. 175 13. september 1947.

1. gr.

           22. gr., stafliðir a - b, orðist svo:

a.         Fiskiskip, 12 brúttósmálestir og stærri, sem eru eign manna búsettra í Flateyjarhreppi, skulu greiða lestargjaldeinusinni á ári, 2 kr. fyrir hverja smálest, með gjalddaga í óktóber.

b.        Önnur innlend fiskiskip greiði 50 aura af hverri smálest í hvert skipti sem þau koma til hafnar og hafa samband við land, þó ekki yfir 4 kr. af hverri smálest á ári.

 

2. gr.

           24. gr. orðist svo:

Fyrir vélbáta að 12 smálestum brúttó, sem heima eiga í Flatey, eru gerðir út þaðan eða liggja þar við festar, í fjöru eða á floti að staðaldri, greiðist 25 kr. árlegt gjald, með gjalddaga í óktóber.

           Fyrir alla aðra vélbáta, að 12 smálestum brúttó, greiðist 15 kr. hafnargjald í fyrsta sinn, er þeir koma að bryggju ár hvert.

           Af uppskipunarbátum og öðrum bátum, sem notaðir eru til flutninga að og frá skipum eða annarra flutninga, greiðist 20 krónur af hverjum árlega, með gjalddaga í óktóber.

 

3. gr.

           32. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

 

Vörugjaldskrá.

A. Aðfluttar vörur:

1.        flokkur. Gjald 65 aurar fyrir hver 100 kg:

           Kol, salt, semsent, hráolía og ljósaolía, alls konar steinar, byggingarvörur og járnvörur, semekki eru taldar í öðrum flokkum.

2.        flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 100 kg:

           Alls konar olíur, aðrar en ljósaolíur og hráolía. Tjara, smurningsfeiti, fóðurvörur, tilbúinn áburður, baðlyf, hreinlætisvörur, fiskilínur, og allar útgerðarvörur úr sísal og hampi, fiskiönglar, tóverk, segldúkur, netagarn, hessian, pokar, pokastrigi, linoleum, rúðugler.

3.        flokkur. Gjald 120 aurar fyrir hver 100 kg:

           Kornvörur alls konar, garðávextir, sykur, smjör, smjörlíki, nýir ávextir, óbrennt kaffi, kartöflumjöl.

4.        flokkur. Gjald 150 aurar fyrir hver 100 kg:

           Þvottaefni, búsáhöld, glervara, brauðvörur, brennt og malað kaffi, kaffibætir, kakao, te , mjólkurduft, vefnaðarvara, niðursoðnar vörur, nýlenduvörur, lyfjavörur, málningarvörur, pappírsvörur, emaileraðar vörur, alls konar leirvörur, þurrkaðir ávextir, bækur, rafgeymar, alls konar vélar, sem ekki eru taldar í öðrum flokkum og varahlutir til þeirra.

5.        flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 10 kg:

           Rafmagnsvörur, viðtæki, leðurvörur, skófatnaður, skotfæri, skotvopn, sprengiefni, saumavélar, prjónavélar, skrifstofuvélar og allar aðrar smávélar, skilvindur, smá hljóðfæri, skó- og gólfáburður, öl og gosdrykkir, gúmmívörur.

6.        flokkur. Gjald 300 aurar fyrir hver 10 kg:

           Tóbaksvörur, sælgæti, vín, spíritus, ilmvötn og aðrar snyrtivörur.

7.        flokkur. Gjald 200 aurar fyrir hver 100 kg:

           Krossviður, masonit, trétex og allar aðrar vörur, sem ekki er hæt að telja til annarra flokka gjaldskrárinnar, en reiknast eftir þyngd.

8.        flokkur. Gjald 20 aurar fyrir hvert teningsfet:

           Timbur og tunnuefni.

9.        flokkur. Gjald 40 aurar fyrir hvert teningsfet:

           Bifreiðar, húsgögn og aðrar vörur, sem reiknast eftir rúmmáli, tómar trétunnur, 50-75 aurar stykkið eftir stærð (hálftunnur, heiltunnur).

 

B. Brottfluttar vörur:

1.        flokkur. Gjald 70 aurar fyrir hver 100 kg:

           Fiskur ísvarinn, frystur nýr, slægður eða óslægður, saltaður, óverkaður og verkaður, þurrkaður, harðfiskur, fiskimjöl, lýsi, gærur saltaðar í búntum eða pökkum, ís, síld.

2.        flokkur. Gjald 110 aurar fyrir hver 100 kg:

           Garnir, hrogn, kjöt alls konar, mör, tólg, fuglar.

3.        flokkur. Gjald 500 aurar fyrir hver 100 kg:

           Dúnn, fiður, hert skinn,sundmagi, ull, ullarvörur.

4.        flokkur. Gjald kr. 10.00 fyrir stykkið:

           Hross og nautgripir.

5.        flokkur. Gjald kr. 2.00 fyrir stykkið:

           Sauðkindur.

 

           Reglugerðarbreyting þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 29  23. apríl 1946, um hafnargerðir og lendingarbætur, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 16. apríl 1951.

 

Björn Ólafsson.

Brynjólfur Ingólfsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica