Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

175/1947

Hafnarreglugerð fyrir Flateyjarhöfn á Breiðafirði.

I. KAFLI

Takmörk hafnarinnar.

1. gr.

Flateyjarhöfn liggur umhverfis Flatey, og takmarkast að vestan af línu, sem hugsast dregin í hásuður, úr vestri enda Klofnings, í aðra línu, sem hugsast dregin um Spilli í Skálanes, og eru það suðurtakmörk hafnarinnar.

Að austan takmarkast höfnin af beinni línu milli Skjaldareyjar og Hrólfskletts, og að norðan af línu úr Hrólfskletti um Sýrey í Klofning.

Innri takmörk. hafnarinnar er strandlengja eyjarinnar á alla vegu.

 

II. KAFLI

Stjórn hafnarinnar.

2. gr.

Að nýafstöðnum hreppsnefndarkosningum skal hreppsnefnd Flateyjarhrepps kjósa 3 menn í hafnarnefnd, og jafnmarga til vara. Kjörtímabil hafnarnefndar er hið sama og hreppsnefndar. Hafnarnefnd sér um viðhald og endurbætur hafnar­innar og stýrir öllum framkvæmdum, er þar að lúta. Hafnarnefnd annast reiknings­hald og fjárvörzlu hafnarsjóðs, fyrir hönd hreppsnefndar, enda ber sveitarsjóður ábyrgð á eignum og skuldbindingum sjóðsins.

 

3. gr.

Til þess að standast kostnað við hafnarmannvirki og árlegan reksturskostnað, skal stofna hafnarsjóð. Í hafnarsjóð renna allar tekjur, sem ákveðnar eru með reglu­gerð þessari. Við lok hvers rekstursárs skal hafnarnefnd semja reksturs- og efna­hagsreikning sjóðsins, og ber henni að hafa fullgert reikninginn ekki siðar en i febrúarlok næsta reikningsár. Reikningar skulu endurskoðaðir og úrskurðaðir á lama hátt og hreppsreikningar.

Fyrir 1, nóvember ár hvert skal hafnarnefnd hafa samið og lagt fyrir hrepps­nefnd Flateyjarhrepps frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld hafnarinnar á komandi ári. Hreppsnefnd skal síðan fullsemja áætlunina og senda hana samgöngu­málaráðuneytinu til staðfestingar fyrir árslok, ásamt nauðsynlegum skýringum á gjalda- og tekjuliðum.

 

4. gr.

Reikningsár hafnarsjóðs er almanaksárið.

 

III. KAFLI

Um legu skips og umferð þeirra á höfninni.

5. gr.

Fiskiskip og önnur skip, er ekki ferma né afferma, mega aldrei leggjast svo á höfninni, að þau tálmi affermingu annarra skips, og skulu þau í hvert skipti skyld að hlýða boðum hafnarnefndar eða umboðsmanns hennar um það, hvar þau megi liggja eða leggjast. '

Aldrei mega nein skip leggjast svo nærri bryggju, að eigi sé nægilegt svigrúm fyrir önnur skip, að komast að eða frá.

Tregðist eigandi, skipstjóri eða umráðamaður skips við að hlýða boðum hafn­arnefndar eða umboðsmanns hennar, um að flytja skip sitt, bát eða strengi á höfn­inni, getur hafnarnefnd látið gera það á kostnað eiganda.

 

6. gr.

Enginn má leggja sérstök legugögn í höfnina nema leyfi hafnarnefndar komi til, og skal hún ákveða hvar þau skuli lögð.

Í hverju skipi, - að undanskildum skipum, sem hafa leyfi hafnarnefndar til að liggja mannlaus í lægi hafnarinnar , skal jafnan vera einn maður, að minnsta kosti, er geti tekið á móti skipunum hafnarnefndar og látið framkvæma þær, hvort heldur á að færa skipið, eða framkvæma eitthvað annað samkvæmt reglugerð þessari.

 

7. gr.

Ekki má festa skipi við bólvirki né bryggju, nema við festarhringa eða festar­stólpa. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð á bryggj­unni eða bólvirkinu. Þyki þess eigi nægilega gætt, má kref fast að bætt sé úr því taf­arlaust. Skylt er að hafa tryggar hlífar milli skips og bólvirkis eða bryggju.

 

8. gr.

Gufuskip eða önnur vélaskip mega ekki láta vélar gangs með svo miklu afli, að öðrum skipum eða hafnarmannvirkjum stafi hætta af því. Ekki má hleypa vatni á bryggju eða bólvirki að óþörfu.

 

9. gr.

Ef skip lendir á grynningu eða sekkur, þar sem það að áliti hafnarnefndar tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burt svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarnefnd láta færa skipið burt á kostnað eiganda, og er henni heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur.

Hrökkvi andvirði hins selda skips ekki fyrir kostnaðinum, er eigandi þess ábyrgur fyrir eftirstöðvunum.

 

IV. KAFLI

Um notkun bryggna og bólvirkja.

10. gr.

Venjulega er skipum heimilt að leggjast við bryggjur og bólvirki hafnarinnar í þeirri röð, sem þau koma, Þó skulu, að öðru jöfnu þau skip, sem sigla eftir fastri, auglýstri ferðaáætlun og flytja póst, hafa rétt til að leggjast að bryggjum og bólvirkjum, þótt önnur skip liggi þar fyrir, og verða þau þá að víkja, meðan hin eru

afgreidd. Sams konar rétt hafa vélskip fram yfir seglskip. Sé fermingu eða af­fermingu skips eigi haldið áfram með hæfilegum hraða, að áliti hafnarnefndar, ber því að víkja fyrir öðrum skipum, ef hún krefst þess. Enn fremur getur hafnarnefnd eða umboðsmaður hennar vísað skipum frá bryggjum og bólvirkjum, áliti hann það nauðsynlegt vegna óveðurs.

 

11. gr.

Ef nauðsyn ber til að skipum, sem ferma eða afferma við bryggjur eða bó1­virki, sé lagt hlið við hlið, er heimilt að flytja farm þeirra skipa, sem utar liggja, yfir þilför hinna á bjálkabrúm. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skipa, sem utar liggja, heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipanna, sem nær liggja.

 

12. gr.

Við uppskipun og útskipun á kjölfestu, sandi og öðru slíku, er skylt að hafa nægilega sterka hlífidúka milli skips og bólvirkis, bryggju eða milli skipa, svo ekkert falli fyrir borð. Sé þessa ekki gætt, getur hafnarnefnd stöðvað verkið unz úr er bætt.

 

13. gr.

Þeir munir eða vörur, sem affermdar eru eða láta á í skip, mega ekki liggja á bryggjum né bólvirkjum og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöð­um, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með leyfi hafnarnefndar. Skal flytja burt vörur og muni, jafnskjótt og hún krefst þess.

 

V. KAFLI

Hafnarmannvirki einstakra manna og félaga innan hafnarinnar.

14. gr.

Meðfram strandlengju hafnarinnar má ekki gera í sjó fram neina bryggju eða önnur mannvirki, né heldur breyta þeim mannvirkjum, sem fyrir eru, og ekki fylla upp eða dýpka út frá landi, nema hreppsnefndin hafi veitt samþykki til þess, að fengnum tillögum hafnarnefndar. Skjóta má úrskurði hreppsnefndar undir úrskurð samgöngumálaráðuneytisins. Sé slíkt leyfi ekki notað innan tveggja ára fellur það úr gildi.

Sá, sem fengið hefur leyfi til að gera slíkt mannvirki, skal halda því svo vel við, að engin hætta stafi af því. Brot gegn því varðar sektum, allt að 10 þúsund krónum, og getur hafnarnefndin látið nema burtu mannvirkið á kostnað eiganda.

Til meiri háttar framkvæmda og ráðstafana skal leita samþykkis samgöngu­málaráðuneytisins.

 

15. gr.

Við bryggjur eða uppfyllingu einstakra manna eða félaga innan hafnarinnar, hafa skip rétt til að leggjast að í sömu röð og þau koma inn og sækja um það. Þó skulu skip, sem sigla eftir fastri, auglýstri áætlun, hafa forgangsrétt næst skipum eiganda.

 

16. gr.

Við hverja bryggju einstakra manna eða félaga, sem skipum er ætlað að leggj­ast að skal vera umsjónarmaður, er hafnarnefnd samþykkir.

Óheimilt skal einstaklingum eða félögum, sem eiga bryggju eða bólvirki innan hafnarinnar, að taka vörugjald af þeim vörum, sem fara þar um, nema samþykki hafnarnefndar komi til.

 

17. gr.

Um lýsingu slíkra mannvirkja, þrifnað á þeim og ýmis nauðsynleg áhöld, svo sem stiga, landgöngubrýr, björgunarhringi o. s. frv., fer eftir þeim fyrirmælum, er hafnarnefnd setur á hverjum tíma, og gildir jafnt fyrir allar bryggjur, bólvirki og uppfyllingar á hafnarsvæðinu.

 

VI. KAFLI

Um almenna reglu.

18. gr.

Hafnarnefnd sér um að gætt sé almennrar reglu á höfninni og við hana. Er öllum skylt að hlýða boði hennar og banni, og enn fremur annarra þeirra starfs­manna, er hún setur til að gæta reglu. Þyki einhverjum sér óréttur ger, getur hann kært það fyrir hreppstjóra eða sýslumanni, en skipunum hafnarnefndar eða starfs­manna hennar ber að hlýða tafarlaust.

Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sínu.

 

19. gr.

Öll skot við og á höfninni eru stranglega bönnuð.

 

20. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má eigi kveikja eld eða ljós nema í eldavél skips­ins eða á ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum og því svæði, sem unnið er að fermingu þeirra eða affermingu, enda skal það greinilega auglýst. Álíti hafnarnefnd að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, er henni heimilt að stöðva verkið, unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráð­stafanir.

 

VII. KAFLI

Hafnargjöld.

1. Lestagjald.

21. gr.

Öll skip, 12 brúttósmálestir og stærri, hvort sem þau eru tóm eða hlaðin vörum, skulu greiða lestagjald í hvert sinn, er þau leggjast við festar á Flateyjarhöfn og hafa samband við land, með þeim undantekningum, er siðar getur.

 

22. gr.

a. Fiskiskip 12 brúttósmálestir og stærri, sem eru eign manna búsettra í Flat­eyjarhreppi, skulu greiða lestagjald einu sinni á ári, 1 krónu fyrir hverja smá­lest, með gjalddaga í október.

b. Önnur innlend fiskiskip greiði 30 aura af hverri brúttósmálest í hvert skipti, sem þau koma til hafnar, og hafa samband við land, þó ekki yfir 2 krónur af smá­lest á ári.

c. Innlend strandferðaskip og millilandaskip greiða í fyrsta skipti á ári hverju, er þau koma á Flateyjarhöfn, 50 aura af hverri brúttósmálest í lestagjald, en ekkert þótt þau komi oftar á því ári.

d. Öll önnur skip, sem af hafnarinnar koma, nema þau sem undanþegin eru hafn­argjöldum, greiða, ef þau hafa samband við land, 60 aura af hverri nettó­smálest í hvert skipti.

Hálf smálest telst sem heil, minna broti skal sleppt.

 

23. gr.

Undanþegin greiðslu lestagjalds eru herskip, varðskip, björgunarskip, skip, sem hafa skírteini sem skemmtiferðaskip; skip, sem gerð eru út til vísindarann­sókna, skip, sem leita hafnar vegna óveðurs, en hafa ekki samband við land, og skip, sem sanna fyrir sjórétti að þau hafi orðið að leita hafnar vegna sjótjóns.

 

24. gr.

Fyrir vélbáta að 12 smálestum brúttó, sem heima eiga í Flatey, eru gerðir út þaðan eða liggja þar við festar, í fjöru eða á floti að staðaldri, greiðist 20 króna árlegt gjald, með gjalddaga í október. Fyrir alla aðra vélbáta að 12 smálestum brúttó greiðist 10 kr. hafnargjald i fyrsta Sinn, er þeir koma að bryggju ár hvert.

Af uppskipunarbátum og öðrum bátum, sem notaðir eru til flutninga að og frá skipum eða annarra flutninga, greiðast 20 krónur af hverjum árlega, með gjald­daga í október.

 

2. Bryggju- og bólvirkjagjald.

25. gr.

Hvert skip, sem leggst að bólvirki eða bryggju, hvar sem er í höfninni, skal greiða bryggjugjald eftir stærð skipsins, talið í heilum brúttósmálestum, en broti skal sleppt.

Gjöldin skulu vera sem hér segir:

a. Bátar og skip 12 brúttósmálestir og stærri, sem eru eign búsettra manna í Flat­eyjarhreppi, greiði 3 krónur af hverri brúttósmálest á ári.

b. Öll aðkomuskip greiða 16 aura af brúttósmálest fyrir hvern hálfan sólar­hring, eða hluta af hálfum sólarhring, sem þau liggja við bryggju. Minnsta gjald skal þó vera 10 kr, í hvert Sinn. Liggi þau skip utan á öðru skipi greiðist aðeins hálft gjald. Sama máli gegnir um þau aðkomuskip, er fiskveiðar stunda frá Flatey, eða eru gerð út þaðan. Þó getur hafnarnefnd, ef hún telur ástæðu til, gert samning um bryggjugjöld slíkra skipa. Undanþegin bryggjugjaldi eru sömu skip og um getur í 24. gr., nema er þau flytja vörur eða farþega, sem þau taka gjald fyrir. Þó eru herskip og skemmtiferðaskip alltaf undanþegin bryggjugjaldi og öðrum hafnargjöldum.

 

26. gr.

Nú eiga einstaklingar eða félög hafskipabryggju innan hafnarsvæðisins og má þá ekki taka í hafnarsjóð bryggjugjald né gjald af vörum, sem um þær bryggjur fara, fyrri en hafnarsjóður hefur komið upp sambærilegu mannvirki til afgreiðslu skipa.

Heimilt er að innheimta þessi gjöld í hafnarsjóð, þegar byrjað er á framkvæmd­um hafnarmannvirkja.

 

3. Vörugjald.

27. gr.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum og skepnum, sem útskipað er eða af­skipað á höfninni, með þeim undantekningum, sem getur um i næstu greinum.

 

28. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skipsins eru ákveðnar til umhleðslu, og eiga því ekki að leggjast á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft vöru­gjald.

Af vörum, sem settar eru á land, en eiga að fara aftur með sama skipi, greiðist ekkert vörugjald.


Þessar vörur eru algerlega undanþegnar vörugjaldi:

a Umbúðir, sem endursendar eru, enda sé þess getið á farmskrá.

b. Vistir og aðrar nauðsynjar skipa og báta til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi.

c. Afli skipa, lagður á land, þegar skip kemur úr veiðiför.

d. Póstflutningur og venjulegur farþegaflutningur.

 

30. gr.

Vörugjaldið skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum, af hverri sendingu sérstaklega. Brot úr gjaldeiningu telst heil gjaldeining. Fara skal eftir farmskrá skips við útreikning vörugjalds, og eru skipstjóri eða afgreiðslumaður skips, skyldir til að láta hafnarnefnd í té afrit af farmskrá skipsins. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða formaður báts, gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem fleyta hams hefur fermt eða affermt. Þyki hafnarnefnd ástæða til, getur hún hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt, er hún telur hentugast. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn. Ef ýmsar vörutegundir eru í sendingu, skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af.

 

31. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur, og gjald greiðist eftir því, er þar segir.

Ef vafi leikur á í hverjum flokki skuli telja einhverja vöru, úrskurðar hafnar­nefnd, en úrskurði hennar má áfrýja til hreppsnefndar.

 

32. gr.

Vörugjaldskrá

A. Aðfluttar vörur.

1.. flokkur. Gjald 30 aurar fyrir hver 100 kg:

Blý, brýni, eldfastur leir og steins, fiskbein, gaddavír, hverfisteinar, járn og stál, járnkeðjur, járnpípur, kaðlar, kítti, kol, koparvír, krít, tin, þungar litar­vörur, miðstöðvarvörur, múrsteinar, ofnar, salt, sement, sódi, stálvír, steyptar járnvörur, vélar, vélahlutar, vikur, vikursteinar, þakjárn, þakpappi, þakplötur.       

2. flokkur. Gjald 50 aurar fyrir hver 100 kg:

Áburðarolía, baðlyf, benzín, bækur, feiti, fernisolía, fiskilínur, grænsápa, kálmeti, kartöflur, kornvörur alls konar, leður, linoleum, pappír, pokar, poka­strigi, rúðugler, saumur, segldúkur, seglgarn, steinolía, tjara, togleður, tvistur, vaxdúkur, vírnet, þvottaefni, þvottasápa.

3. flokkur. Gjald 70 aurar fyrir hver 1.00 kg:

Ávextir nýir, brauðvörur, jurtafeiti, kaffi; kakaó, mjólkurduft, leirvörur, smjör, smjörlíki, sykur, te.

4. flokkur. Gjald 120 aurar fyrir hver 100 kg:

Ávextir, þurrkaðir og niðursoðnir, eldspítur, glervörur, glysvarningur, leðurvörur, leikföng, lyfjavörur, meðalalýsi, niðursuðuvörur, nýlenduvörur, skinnavörur, skófatnaður, súkkulaði, sælgætisvörur, tóbaksvörur, vefnaðar­vörur og aðrar léttar vörur.

5. flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 100 kg:

Aðrar vörur, sem reiknast eftir þyngd.

6. flokkur. Gjald 10 aurar fyrir hvert teningsfet: Timbur, tunnuefni.


Tómar tunnur 25-50 aurar stykkið, eftir stærð (síldartunnur, olíuföt).

7. flokkur. Gjald 20 aurar fyrir hvert teningsfet:

Bifreiðar, húsgögn, saumavélar, skilvindur, stundaklukkur og aðrar vörur, í sem reiknast eftir rúmmáli.

8. flokkur. Lifandi sauðfé, 50 aurar fyrir hverja kind.

B. Brottfluttar vörur.

1. flokkur. Gjald 40 aurar fyrir hver 100 kg:

Fiskur ísvarinn, hraðfrystur, nýr, slægður og óslægður, saltur, óverkaður og verkaður, þurrkaður, harðfiskur, fiskimjöl, lýsi, gærur saltaðar, í búntum eða pökkum, ís, síld.

2. flokkur. Gjald 60 aurar hver 100 kg:

Garnir, hrogn, kjöt (alts konar), mör, tólg.

3. flokkur. Gjald 100 aurar fyrir hver 100 kg:

Dúnn, fiður, skinn best, fuglar, sundmagi, ull, ullarvörur.

4. flokkur. Gjald 5 krónur fyrir stykkið:

Hestar og nautgripir. i 5. flokkur. Gjald 1 króna fyrir hverja kind:

Lifandi sauðfé.

Þótt vörur flokkaðar undir brottfluttar vörur flytjist til staðarins, eða vörur flokkaðar undir aðfluttar vörur, flytjist frá staðnum, breytir það engu um vöru­

gjaldið. Vörugjald fyrir óvenjulegar vörur, sem vafasamt þykir hvernig flokka i skuli, ákveður hafnarnefnd.

 

4. önnur gjöld til hafnarinnar.

33. gr.

Fyrir að leggja vörur á land hafnarinnar, skal geriða 10 aura fyrir hvern fermetra lands, sem varan þekur, sé hún ekki flutt burt innan tveggja sólarhringa. Gjald þetta reiknast fyrir hverjar 24 klukkustundir eða brot úr þeim. Gjald fyrir mikið vörumagn má ákveða með samningi.

 

34. gr.

Fyrir lóðir hafnarinnar, geymsluhús og tæki, sem leigð eru einstökum mönnum eða félögum um lengri eða skemmri tíma, skal greiða gjald, sem ákveðið verður með samningi.

 

VIII. KAFLI

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

35. gr.

Hafnarnefnd eða umboðsmaður hennar sér um innheimtu allra hafnargjalda.

 

36. gr.

Skipstjóri eða formaður ber ábyrgð á greiðslu lestagjalds og bryggjugjalds. Hafnarsjóður hefur haldsrétt á skipum unz gjöldin eru greidd. Þegar gjalddagar eru ekki ákveðnir í reglugerð þessari, skal greiða gjöldin áður en skipið fer burt úr höfninni.

 

37. gr.

Gjald fyrir vörur, sem um getur í 33. gr., greiðir eigandi eða umboðsmaður hans, og hefur hafnarsjóður haldsrétt í vörunni unz gjaldið er greitt.


Vörugjald af vörum, sem lagðar eru á land á hafnarsvæðinu, , fellur í gjalddaga um leið og varan er sett á land, og vörugjald af vörum, sem fluttar eru úr höfninni, fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Afgreiðslumaður skips skal standa skil á greiðslu vörugjaldsins.

Ef skip eða bátur hefur ekki farm Sinn skráðan, ber skipstjóri eða formaður ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.

 

38. gr.

Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari má taka lögtaki.

 

IX. KAFLI

Ýmis ákvæði.

39. gr.

Um skaðabótaskyldu fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða á­höldum, fer eftir almennum reglum.

Ef samningum verður ekki við komið, um skaðabætur fyrir skemmdir á höfn­inni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, skulu þær ákveðnar af þremur óvilhöllum dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því að matsgerð er lokið. Yfir­mat skal fara fram af fimm dómkvöddum mönnum.

Kostnaður við yfirmat greiðist af þeim, er hefur krafizt þess, ef matsupphæð­inni verður ekki breytt til hækkunar, er nemi 10% af hinni ákveðnu skaðabóta­upphæð. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

 

40. gr.

Enginn, sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglu­gerð þessari, má fara burt úr höfninni, meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, er hafnarnefnd tekur gilda.

 

41. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum frá 20-10000 krónur, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lðgum.

Sektirnar renna í hafnarsjóð Flateyjar.

 

42. gr.

Má1 út af brotum á reglugerð þessari skal fara með að hætti opinberra mála.

 

43. gr.

Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi bráðabirgðareglugerð um notkun bryggju í Flatey á Breiðafirði, frá 12. júní 1935.

Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 29 23. apríl 1946, um hafnargerðir og lendingarbætur, til þess að öðlast þegar gildi, og birtist til eftir­breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgöngumálaráðuneytið, 11. september 1947.

 

Emil Jónsson.

Páll Pálmason
Þetta vefsvæði byggir á Eplica