Samgönguráðuneyti

124/1966

Hafnarreglugerð fyrir Mjóafjarðarhöfn.

I. KAFLI

Takmörk hafnarinnar.

1. gr.

Mjóafjarðarhöfn tekur yfir Mjóafjörð vestan línu, sem hugsast dregin úr Merki­gili norðan fjarðarins í Gilsártanga sunnan fjarðarins.

 

II. KAFLI

Stjórn hafnarinnar.

 

2. gr.

Gjöld þau, sem ákveðin eru í reglugerð þessari, skulu renna í hafnarsjóð Mjóa­fjarðar, og skal honum varið til þess að gera umbætur á höfninni, til byggingar mannvirkja, er höfninni tilheyra, og til leiðarmerkja við höfnina og innsiglingu. Hafnarnefnd Mjóafjarðar skipa þrír menn. Kýs hún sér formann og hefur hann á hendi innheimtu hafnargjaldanna og reikningsskil fyrir hafnarsjóð. Hreppsnefnd kýs hafnarnefnd til fjögurra ára í senn og skal einn þeirra ávallt vera í hreppsnefnd­inni. Kosning í hafnarnefnd skal jafnan fylgja hreppsnefndarkosningum.

Hafnarnefnd skal sjá um að reglugerð þessari sé hlýtt og stjórna hafnarsjóðnum með eftirliti hreppsnefndar.

Hreppsnefnd veitir . fé úr sjóðnum til . umræddra framkvæmda eftir tillögum hafnarnefndar, og ber ábyrgð á sjóðnum,` sem öðrum eignum hreppsins. Reikningur hafnársjóðs skal fylgja sveitarsjóðsreikningum.og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim. Handbært fé sjóðsins skal ávallt ávaxta í Landsbanka ís­lands eða annarri jafn tryggri lánsstofnun.

 

3. gr.

Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari má innheimta með lögtaki.

 

III. KAFLI

Um almenna reglu.

4. gr.

Hafnarnefnd sér um, að gætt sé almennrar reglu á höfninni og við hana.

Er öllum skylt að hlýða boði og banni tafarlaust og enn fremur þeirra starfs­manna, sem hún setur til þess að gæta reglu.

 

5. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má. ekki kveikja eld .eða ljós, nema í eldavél skips­ins og á ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar á því svæði, sem unnið er að fermingu þeirra eða affermingu.

 

6. gr.

Seglfestu eða öðru, sem valdið getur skemmdum, má hvergi kasta úti á höfninni, og seglfestu má hvergi taka innan takmarka hafnarinnar, nema með leyfi hafnar­nefndar.


Við höfnina má ekki gera nein hafnarmannvirki, né breyta eða auka við þau, sem nú eru, og ekki heldur fylla upp né dýpka út frá landi, nema leyfi hafnar­nefndar komi til, og gildir leyfið aðeins til eins árs; sé það látið ónotað.

 

IV. KAFLI

Um legu skipa og umferð þeirra í höfninni.

7. gr.

Fiskiskip, og önnur skip, sem ferma ekki né afferma, mega aldrei leggjast svo á höfninni, að tálmi fermingu eða affermingu annarra skipa og skulu þau í hvert skipti skyld að hlýða boði hafnarnefndar eða umboðsmanns hennar um það, hver þau skuli leggjast. Aldrei mega slík skip liggja svo nærri bryggjum, að ekki sé nægilegt rými fyrir önnur skip að komast að og frá.

Skipum eða bátum má ekki leggja svo, að það hindri eða tefji umferð um höfnina.

Skip eða bátar mega aldrei leggja svo frá sér strengi eða aðrar festar, að það tálmi umferð. Festar skipa má aldrei leggja yfir alfaraleið.

 

V. KAFLI

Um hafnargjöld.

8. gr.

a. Skip; sem eru eign búsettra manna við hafnarsvæðið eða skrásett þar og ekki eru í millilandasiglingum, svo og skip; sem leggja upp afla til vinnslu á Mjóa­firði, skulu greiða hafnargjöld einu sinni á ári, sem hér segir:

Vélbátar yfir 5 rúmlestir brúttó, greiði kr. 20.00 af hverri brúttórúmlest, þó ekki yfir kr. 1000.00 árlega.

Vélbátar undir 5 rúmlestum brúttó greiði árlegt gjald kr. 100.00.

b. Fiskiskip greiði kr. 1:00 af hverri nettórúmlest, þó ekki offer en 5 sinnum á ári.           

c. Innlend strandferðaskip greiði kr. 0.70 af hverri nettórúmlest í hvert sinn, er þau koma á Mjóafjarðarhöfn.

d. öll önnur skip, sem til hafnarinnar koma og hafa samband við land, greiði kr. 1.20 af hverri nettórúmlest, í hvert skipti, er þau koma á Mjóafjarðarhöfn.

 

9. gr.

Skip, sem lagt er við föst legutæki á höfninni, greiði árlega fyrir það sem hér segir:

a. Ef þau eru skrásett í Mjóafjarðarhreppi og að öllu leyfi eign manna, sem búsettir eru við hafnarsvæðið, greiði opnir bátar yfir 3 rúmlestir brúttó kr. 100.00, vélbátar með þilfari kr. 300.00 en stærri skip kr. 500.00. Gjald þetta er árlegt gjald og er gjalddagi þess hinn 1. október ár hvert.

b. Um aðra báta eða skip fer eftir samkomulagi við hafnarnefnd.

 

VI. KAFLI

Um bryggjugjöld.

10. gr.

Hvert skip, sem leggst við bryggju eða að skipi, sem við hana liggur, skal greiða bryggjugjald af nettóstærð skipsins, talið í heilum rúmlestum, en brotum skal sleppt. Varðskip eru þó undanþegin bryggjugjaldi. Gjöldin greiðast sem :hér segir:


a. Af öllum aðkomuskipum, öðrum en varðskipum, greiðist kr: 0.70 af nettó­rúmlest fyrir fyrsta sólahring og kr. 0.50 fyrir hvern sólarhring eða brot úr sólarhring, sem fram yfir, er.

b. Bátar og skip, heimilisföst í Mjóafjarðarhreppi, svo og skip, sem leggja þar upp afla til vinnslu, skulu greiða kr. 8.00 af hverri brúttórúmlest, einu sinni á ári.

 

VII. KAFLI

Um vörugjald.

11. gr.

Vörugjald skal greiða til hafnarsjóðs af öllum vörum, svo og af skepnum, lifandi og dauðum, sem fermdar eru eða affermdar á höfninni, með þeim undan­tekningum, sem um getur í næstu grein.

 

12. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast í land, nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald.

Af vörum, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi, enda sé það ákveðið samkvæmt farmskrá, greiðist ekkert gjald.

 

13. gr.

Þessar vörur eru algerlega undanþegnar vörugjaldi:

a. Umbúðir, sem endursendar eru, enda sé þess getið á farmskránni.

b. Vistir og aðrar nauðsynjar til skipa og báta til eigin notkunar, sem fluttar eru úr landi..

c: Innlend mjólk og rjómi, sem flutt er til hafnarinnar. d. Póstur og venjulegur farþegaflutningur.

e. Vörur og tæki til hafnarinnar.

f. Síld og annar sjávarafli, sem lagður er í land til verkunar, ef samið er sér­ataklega um slík not af mannvirkjum hafnarinnar.

 

14. gr.

Vörugjald skal reikna eftir máli eða þyngd, með umbúðum, og af hverri send­ingu sérstaklega. Brot úr gjaldeiningu telst sem ein gjaldeining. Fara skal eftir farmakrá skipa við útreikning vörugjalda. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té eftirrit af farmskrá. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða íormaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem fleyta hans hefur fermt eða affermt. Þyki hafnarstjóra ástæða til, getur hann, hvenær sem er, látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn.

Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu, skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af.

 

15. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því, sem vörugjaldskrá tiltekur, og gjaldið greiðist eins og þar segir.


 

VIII. KAFLI

Vörugjaldskrá.

16. gr.

              Vörugjald skal greiða sem hér segir:

              1.Kol, salt, sement, pr. 100 kg ............................................... kr. 2.50

              2.Saltfiskur, verkaður og óverkaður, pr. 100 kg ......................... - 2.50

              3.Freðfiskur, pr. 100 kg ........................................................... - 2.50

              4. Síldarlýsi og annað lýsi, pr. 100.............................................. - 2.50

              5. Freðsíld, pr. 100 kg .............................................................. - 2.50

              6. Fiski-, síldar- og fóðurmjöl, pr. 100 kg ................................... - 2.50

              7. Korn, mjölvörur, sykur, pr. 100 kg ......................................... - 2.50

              8. Tilbúinn áburður, pr. 100 kg ................................................. - 2.50

              9. Fuelolía, pr. 100 kg .............................................................. - 3.00

              10. Hráolía, steinolía, benzín, pr. 100 kg .................................... - 3.50

              11. Kjöt, pr. 100 kg ................................................................. - 3.50

              12. Fiskumbúðir, pr. 100 kg ...................................................... - 3.50

              13. Skreið, pr. 100 kg .............................................................. - 3.50

              14. Línur, önglar, net, nætur, pr. 100 kg ..................................... - 4.00

              15. Smurningsolíur, pr. 100 kg .................................................. - 4.00

              16. Málning, pr. 100 kg ............................................................ - 6.00

              17.Hreinlætisvörur, pr. 100 kg .................................................. - 8.00

              18.Kaffi, pr. 100 kg ............................................................... - 12.00

              19.Ávextir, pr. 100 kg .............................................................. - 8.00

              20.Rúðugler, pr. 100 kg ......................................................... - 12.00

              21.Vefnaðarvörur, pr. 100 kg ................................................. - 20.00

              22.Tóbak, pr. 100 kg .............................................................. - 40.00

              23.Timbur, pr. teningsfet .......................................................... - 0.60

              24.Tómar tunnur, pr. stk. ......................................................... - 1.20

              25.Saltsíld, pr. tunnu .......... ..................................................... - 2.50

              26.Aflagjald af síld og öðrum fiski, pr. 100 kg ........................... .- 0.80

              27.Aðrar vörur, sem reiknast eftir þyngd, pr. 100 kg .................  - 4.00

              Minnsta gjald í hverjum flokki er kr. ........................................... 2.50.

 

17. gr.

Viðtakandi greiðir vörugjald af vörum, sem koma til hafnarinnar, en sendandi af vörum, sem fluttar eru úr höfninni. Vörugjöld falla í gjalddaga áður en viðkom­andi skip fer úr höfninni, nema um annað hafi verið samið við hafnarstjórn. Gjald­daga fyrir ársgjöld ákveður hafnarstjóri.

Hafnargjöld eru tryggð með lögveði í skipunum og gengur það veð fyrir samn­ingsveðskuldum í tvö ár.

 

18. gr.

Gjald fyrir vörur þær, sem um getur í 16. gr., greiðir eigandi eða umboðsmaður hans á Mjóafirði, og hefur hafnarsjóður haldsrétt á vörunum þar til gjaldið er greitt. Ef margir eiga vörur með sama skipi, skal afgreiðslumaður standa skil á greiðsl­unni. Ef skip eða bátur hefur ekki farm sinn skráðan, ber skipstjóri eða af­greiðslumaður ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.

Öll gjöld samkvæmt þessari reglugerð renna í hafnarsjóð Mjóafjarðar.

 

IX. KAFLI

Ýmis ákvæði.

19. gr.

            Um skaðabótaskyldur fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum. Ef samningum verður ekki víð komið um skaðabætur, skulu þær ákveðnar af 3 dómkvöddum, óvilhöllum mönnum. Hvorum aðila um sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því, að matsgerð fer fram.

            Yfirmat skal framkvæmt af 5 dómkvöddum, óvilhöllum mönnum. Kostnað víð yfirmat greiðir sá, er þess hefur krafizt, ef matsupphæð verður eigi breytt meira en sem nemur 10% af hinni ákveðnu endurgjaldsupphæð. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

 

20. gr.

            Enginn, sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglu­gerð þessari, má fara burt úr höfninni, meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, er hafnarstjóri tekur gilda.

 

21. gr.

Enginn skipstjóri getur vænzt að fá afgreiðslu hjá lögreglustjóra eða umboðs­manni hans, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra, að hann hafi greitt gjöld þau, er innheimtumaður hafnarinnar á að innheimta, svo og sektir og skaða­bætur, ef um slíkt er að ræða, er hann á að greiða.

 

22. gr.

Hverja þá skipun, er samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýri­manni, ef skipstjóri er ekki á skipi og ekki heldur umboðsmaður hans. Ef stýrimaður eða stýrimenn eru einnig fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skips­höfninni skipunina, og er það jafngilt og skipstjóri hefði fengið hann sjálfur.

 

23. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, allt að kr. 10 000.00, nema þyngri refsing liggi fyrir samkvæmt lögum.

Sektirnar renna í Hafnarsjóð Mjóafjarðar. 24. gr.

Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi staðfestist hér með, samkvæmt lögum um hafnargerðir og lend­ingarbætur, nr. 29 23. apríl 1946, sbr. lög nr. 41 5. apríl 1948, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Jafnframt fellur niður gjaldskrá fyrir Mjóafjarðarhrepp, ar. 134 30. júní 1950.

 

Samgöngumálaráðuneytið, 19. apríl 1966.

 

Eggert G. Þorsteinsson.

Brynjólfur Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica