Samgönguráðuneyti

418/1999

Auglýsing um gildistöku reglugerðar um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands. - Brottfallin

Samgönguráðuneytið hefur ákveðið, samkvæmt heimild í 145. gr., sbr. 31., 73. og 74. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, að kröfur Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) um skírteini flugliða (JAR-FCL), skírteini flugmanna á flugvél (JAR-FCL 1) og heilbrigðiskröfur fyrir skírteini flugliða (JAR-FCL 3) skuli gilda við útgáfu skírteina Flugmálastjórnar Íslands frá 1. júlí 1999.  Kröfur Flugöryggissamtaka Evrópu eru birtar sem hluti reglugerðar um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands.

Reglugerð um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands er gefin út samkvæmt heimild í 145. gr., sbr. 31., 73. og 74. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 og tekur gildi 1. júlí 1999.  Brot á reglugerðinni varðar refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1978.  Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um skírteini gefin út af Flugmálastjórn nr. 344/1990 með síðari breytingum.

 

Samgönguráðuneytinu, 22. júní 1999.

 

Sturla Böðvarsson.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica