Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

62/1964

Reglugerð um skiptingu framlags ríkissjóðs til sýsluvega.

1. gr.

Framlag ríkissjóðs til sýsluvega skiptist milli sýslna í hlutfalli við lengd, ástand og notkun sýsluvega, og ákveðst hundraðshluti hverrar sýslu af heildarframlagi ríkissjóðs til sýsluvega samkvæmt eftirgreindri reglu:

100

5ó + 4r + 2 l m

A = 5

(4 ------------ + -- ) %

 

5Ó + 4R + 2 L M

Merking bókstafa í reglunni er sem hér segir:

A = hundrað hluti sýslu.

ó = óakfærir sýsluvegir í sýslu, í km.

r = ruddir sýsluvegir í sýslu, í km.

l = lagðir sýsluvegir í sýslu, í km.

Ó = óakfærir sýsluvegir alls á landinu, í km.

R = ruddir sýsluvegir alls í landinu, í km.

L = lagðir sýsluvegir alls álandinu, í km.

m = néttóíbúatala sýslu, þ. e. íbúatala sýslunnar, að frádreginni íbúatölu þeirra eyjahreppa, sem ráðherra ákveður að undanþegnir séu vegaskatti samkvæmt 24. gr., og hálfri íbúatölu þeirra kauptúna, sem fá helming sýsluvegasjóðsgjald í sveitarsjóð samkvæmt 26. gr. vegalaga nr. 71 30. desember 1963.

M = nettóíbúatala allra sýslna á landinu, reiknuð á sama hátt og nettóíbúatala hverrar sýslu.

Tölur um lengd og ástand sýsluvega skulu miðast við byrjun þess árs, sem skiptingin gildir fyrir, en íbúatölur við manntal Hagstofu Íslands 1. desember næstan á undan.

2. gr.

Ef hluti sýslu af framlagi ríkissjóðs, reiknaður eftir reglu í 1. gr., nær ekki tilskilinni lágmarksupphæð, þ. e. helmingi þess er sýslan lagði til sýsluvegasjóðs næsta ár á undan, skal sýslan fá þá lágmarksupphæð af óskiptu framlagi ríkissjóðs, en síðan sé skipt milli annnarra sýslna samkvæmt reglunni í 1. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt vegalögum, nr. 71 30. desember 1963, öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Samgöngumálaráðuneytið, 17. apríl 1964.

Ingólfur Jónsson.

_________________

Brynjólfur Ingólfsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica