Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

478/1982

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 443 28.desember 1976 um skoðanir, viðhald og viðgerðir loftfara sbr. reglugerð nr.433 18.október 1979 um breytingu á henni.

1. gr.

Í reglugerðina bætist ný grein 7. gr. svohljóðandi:

Skoðanir, viðhald, viðgerðir og/eða breytingar íslenskra loftfara erlendis mega einungis fara fram hjá aðilum sem uppfylla eitthvert eftirtalinna skilyrða:

1) hafi fullgild réttindi flugmálastjórnar Bandaríkjanna (FAA) til þess að framkvæma sama verk á loftförum skráðum í Bandaríkjunum (FAA licensed mechanic/FAA approved Repair Station or Operator), enda fari viðkomandi í einu og öllu eftir ákvæðum og reglum bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAR).

2) hafi fullgild réttindi flugmálastjórnar Bretlands (CAA) til þess að framkvæma sama verk á loftförum skráðum í Bretlandi (CAA licensed mechanic/CAA approved Repair Station or Operator), enda fari viðkomandi í einu og öllu eftir ákvæðum og reglum bresku flugmálastjórnarinnar (BCAR).

3) hafi fullgild réttindi flugmálastjórnar heimalands síns til þess að framkvæma sama verk á loftförum skráðum í heimalandi sínu, enda fari viðkomandi í einu og öllu eftir ákvæðum og reglum flugmálastjórnar heimalands síns og heimaland hans sé eitthvert eftirtalinna landa: Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, V-Þýskaland, Holland, Belgía, Luxembourg, Austurríki, Sviss, Frakkland, Írland, Kanada, Nýja Sjáland eða Ástralía.

4) hafi verið samþykktur sérstaklega af íslensku flugmálastjórninni.

2. gr.

Greinatala reglugerðarinnar breytist í samræmi við 1. gr, reglugerðar þessarar, þannig að greinar 7- 9 verði greinar 8-10.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt III. kafla, sbr. 186. og 188. gr. laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir og gildir um íslensk loftför hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytið, l2. ágúst 1982.

Steingrímur Hermannsson.

Birgir Guðjónsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica