1.gr.
Við grein 4.1 bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Reykingar eru ætíð óheimilar í atvinnuflugi á innanlandsleiðum.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 186. og 188. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 og gildir um íslensk og erlend loftför sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, hvar sem þau eru stödd, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. júní 1984 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 22. maí 1984.
Matthías Bjarnason.
Ragnhildur Hjaltadóttir.