Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

2/1987

Reglugerð um starfrækslu almenningstalstöðva í 27 MHz tíðnisviðinu

1. gr.

Póst- og símamálastofnun gefur út leyfisbréf til að eiga og/eða starfrækja almenningstal­stöðvar í 27 MHz tíðnisviðinu, nánar tiltekið frá 26,960 til 27,405 MHz.

Starfsleyfið heimilar notkun talstöðva fyrir skilaboð og stutt samtöl innanlands. Leyfishafar geta verið stofnanir, atvinnufyrirtæki, félög og einstaklingar, sem náð hafa 16 ára aldri. Póst- og símamálastofnun skal viðurkenna félög farstöðvaeigenda til að vera í forsvari í samskiptum við Póst- og símamálastofnunina fyrir sína félagsmenn.

Póst- og símamálastofnun gefur ennfremur út stöðvarleyfi sem heimilar notkun viðkomandi stöðvar.

Póst- og símamálastofnuninni er heimilt að samþykkja tímabundna notkun útlendinga á talstöðvum, sem þeir hafa leyfi til að nota í heimalandi sínu enda séu talstöðvar þeirra merktar með skilti, sem sýni að þær hafi viðurkenningu frá landi innan samtaka C.E.P.T. (Conference Européenne des P&T).

2. gr.

Ö11 tilraunastarfsemi á tækjabúnaði og loftnetum er óheimil í þessu tíðnisviði, nema samkvæmt sérstakri heimild Póst- og símamálastofnunar.

3. gr.

Hver sá, sem óskar að flytja inn, eiga og/eða starfrækja talstöðvar fyrir framangreint tíðnisvið, skal sækja um það á þar til gerðum eyðublöðum Póst- og símamálastofnunar. Áður en talstöðvar eru fluttar inn skal innflytjandi leggja fram tæknilýsingu, tenginga­teikningu og notkunarreglur fyrir stöðina. Tæknilýsingin skal tilgreina alla starfsemi stöðvarinnar með hliðsjón of teikningum. Í tæknilýsingunni skal vera upptalning á öllum tæknilegum eiginleikum tækisins, sem framleiðandi ábyrgist ásamt fráviki frá þeim. Ef mælingaskýrslur prófana liggja fyrir frá viðurkenndri mælistofu skulu þær fylgja ofan­greindum gögnum.

Yfirlýsing Póst- og símamálastofnunar á grundvelli gagna skv. 1. mgr., um að tæknilýsing á talstöðinni gefi til kynna samræmi við tæknikröfur, sem um hana gilda, skal veitt innan 2 vikna frá móttöku umsóknar með fullgildum gögnum.

Að því búnu og áður en veitt er endanleg viðurkenning skal afhenda talstöð og fylgihluti hennar til tegundaprófunar. Ennfremur skal leggja fram teikningu yfir straumrásir talstöðvar og fylgihluta. Með öllu er óheimilt að breyta talstöðvum eftir að innflutningsheimild hefur verið gefin og áður en komið er með stöðina í prófun.

Tegundaprófun skal lokið og umsókn afgreidd innan tveggja mánaða frá móttöku talstöðvarinnar. Póst- og símamálastofnun ber ekki ábyrgð á bilunum, sem kunna að verða á talstöð og fylgihlutum hennar í prófun.

Ákvæði þessarar greinar skulu gilda um innlenda framleiðendur eftir því sem við á.

4. gr.

Ef gögnum samkvæmt 3. gr. fylgir vottorð frá viðurkenndri mælinga- eða prófunar­stofnun á hinum Norðurlöndunum skal Póst- og símamálastofnun viðurkenna talstöð án frekari prófunar, svo fremi sem þarlendar reglur og tæknileg ákvæði stangast ekki á við íslenskar reglur og ákvæði.

Ef talstöð fylgir vottorð frá viðurkenndri mælinga- og prófunarstofnun í öðru landi, er Póst- og símamálastofnun heimilt að viðurkenna hana án frekari prófunar með sömu skilyrðum og greinir í 1. málsgrein.

Sé viðurkenning vent samkvæmt 1. og 2. mgr. skal hún liggja fyrir innan tveggja vikna frá móttöku umsóknar og fullnægjandi gagna.

5. gr.

Gögn skv. 3. og 4. gr. jafngild á íslensku, dönsku, norsku, sænsku og ensku.

6.gr.

Ákvörðun Póst- og símamálastofnunar um viðurkenningu eða synjun talstöðva skal byggð á gögnum skv. 3. og 4. gr. og prófunum. Synjun skal vera skrifleg, rökstudd og vísað til þeirra greina og atriða í fyrrnefndum gögnum, sem synjun er grundvölluð á.

Sé umsókn um viðurkenningu samþykkt, skal hún árituð of Póst- og símamálastofnun. Árituð umsókn telst fullnægjandi heimild fyrir viðurkenningu stofnunarinnar á viðkomandi talstöð.


7. gr.

Innflytjandi, innlendur framleiðandi eða notandi, sem vill breyta viðurkenndri talstöð skal afhenda Póst- og símamálastofnun hinn breytta búnað til prófunar eins og um nýjan búnað væri að ræða.

8. gr.

Heimilt er með fyrirvara að afturkalla viðurkenningu á talstöðvum, þ.e.a.s. stöðva innflutning og banna notkun á viðurkenndum talstöðvum, sem úreldast vegna breytinga á tæknilegum ákvæðum.

9. gr.

Innflytjandi eða innlendur framleiðandi skal vera ábyrgur fyrir því að seldar talstöðvar séu í algjöru samræmi við þá stöð, sem prófuð var. Komi í ljós, að þetta ákvæði er ekki uppfyllt, er heimilt að fella viðurkenninguna niður fyrirvaralaust. Póst- og símamálastofnun er heimilt að kanna með úrtaki, hvort viðurkenndar talstöðvar halda áfram að uppfylla settar kröfur.

10. gr.

Innfluttar talstöðvar, sem ekki öðlast viðurkenningu, skulu að vali innflytjenda sendar úr landi eða afhentar Póst- og símamálastofnun. Verði fyrri kosturinn valinn skal stofnuninni afhent ljósrit af útflutningsskýrslu fyrir talstöðina og fylgihluti innan mánaðar frá því að tilkynnt var um niðurstöður prófunarinnar. Verði seinni kosturinn valinn, geymir stofnunin talstöðina í eitt ár, ef umsækjandi skiptir um skoðun og vill senda tækið úr landi. Skal hann þá afhenda stofnuninni ljósrit af útflutningsskýrslu innan mánaðar frá því að hann fær talstöðina í hendur. Að þessu eina ári liðnu verður talstöðin eyðilögð.

11. gr.

Á hverri talstöð skal vera skilti, sem tilgreinir framleiðanda, tækjagerð og framleiðslu­númer, en þar að auki setur Póst- og símamálastofnun númer á stöðina. Stöðvar, sem koma í leitirnar án slíkrar merkingar, teljast ólöglegar.

12. gr.

Áður en starfræksla stöðvar hefst skal viðkomandi afla sér stöðvar- og starfsleyfis hjá Póst- og símamálastofnun.

Starfsleyfið gildir í 5 ár en stöðvarleyfið gildir í eitt ár.

Fyrir útgáfu stöðvar- og starfsleyfa greiðist samkvæmt gjaldskrá Póst- og símamála­stofnunar.

13. gr.

Leyfishafi má ekki lána talstöð, selja eða afhenda öðrum til eignar eða afnota, nema að fengnu skriflegu leyfi Póst- og símamálastofnunarinnar. Þó getur leyfishafi heimilað maka eða börnum takmörkuð afnot of stöðinni, enda beri harm sjálfur persónulega ábyrgð á viðskiptum þeirra í talstöðinni.

14. gr.

Viðskipti í 27 MHz tíðnisviðinu milli almenningstalstöðva skulu vera í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um notkun radíótækja. Eftirfarandi atriða skal einkum gætt:

a) Áður en sending er hafin skal gengið úr skugga um að rás, sem valin hefur verið til viðskiptanna, sé laus svo að viðskipti annarra verði ekki trufluð.

b) Í upphafi skulu viðskiptaaðilar kynna sig með kallmerki, sem Póst- og símamálastofnun gefur út. Þó skal félagsmönnum í viðurkenndum farstöðvafélögum heimilt að nota kallmerki, er félag þeirra úthlutar. Slíkum aðilum er og heimilt að gefa út kallmerkja­skrá fyrir félagsmenn sína.

c) Lengd viðskipta skal takmörkuð eins og hægt er og rásinni ekki haldið að óþörfu. Leyfishafar almenningstalstöðva er bundnir þagnarheiti um það, sem þeir kynnu að heyra of viðskiptum annarra.

15. gr.

Öll notkun almenningstalstöðva í 27 MHz tíðnisviðinu til fjarskipta milli landa er stranglega bönnuð. Notkun þessara talstöðva í loftförum er bönnuð, nema uppsetning þeirra og notkunarreglur séu samþykktar of flugmálastjórn og Póst- og símamálastofnun.


16. gr.

Notendur almenningstalstöðva í 27 MHz tíðnisviðinu skulu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum um notkun rása:

Rás Tíðni Notkun

1 26,965 MHz Almenn samtalsrás

2 26,975 MHz Almenn samtalsrás

3 26,985 MHz Almenn samtalsrás

4 27,005 MHz Almenn samtalsrás

5 27,015 MHz Almenn samtalsrás

6 27,025 MHz Kallrás F.R. og allra hjálparsveita

7 27,035 MHz Atvinnurekstur

8 27,055 MHz Atvinnurekstur

9 27,065 MHz Almenn kall- og neyðarrás

10 27,075 MHz Samtalsrásir F.R.

11 27,085 MHz Samtalsrásir F.R.

12 27,105 MHz Samtalsrásir F.R.

13 27,115 MHz Slysavarnir og hjálparsveitir

14 27,125 MHz Samtalsrásir F.R.

15 27,135 MHz Samtalsrásir F.R.

16 27,155 MHz Bæjarstofnanir

17 27,165 MHz Löggæsla

18 27,175 MHz Vegaþjónusta

19 27,185 MHz Vegaþjónusta

20 27,205 MHz Vinnurásir vegna íþróttaiðkana

21 27,215 MHz Smábátar

22 27,225 MHz Slysavarnir og hjálparsveitir

23 27,255 MHz Smábátar

24 27,235 MHz Smábátar

25 27,245 MHz Lamaðir og fatlaðir

26 27,265 MHz Lamaðir og fatlaðir

27 27,275 MHz Atvinnurekstur

28 27,285 MHz Þráðlaus fjarskiptabúnaður tengdur heyrnarhlífum

29 27,295 MHz Almenn samtalsrás

30 27,305 MHz Samtalsrásir F.R.

31 27,315 MHz Samtalsrásir F.R.

32 27,325 MHz Samtalsrásir F.R.

33 27,335 MHz Samtalsrásir F.R.

34 27,345 MHz Samtalsrásir F.R.

35 27,355 MHz Samtalsrásir F.R.

36 27,365 MHz Almenn samtalsrás

37 27,375 MHz Almenn samtalsrás

38 27,385 MHz Almenn samtalsrás

39 27,395 MHz Almenn samtalsrás

40 27,405 MHz Almenn samtalsrás

17. gr.

Mesta leyfilegt sendiafl ómótaðrar burðarbylgju almenningstalstöðva í 27 MHz tíðnisviðinu skal vera 2,5 wött ef notuð er styrkmótun, en 4 wött ef notuð er tíðnimótun.

Leyfilegt er að hafa hvora tveggja mótunina í sömu stöð en þá skal farið eftir afltakmörkunum fyrir hvora mótun fyrir sig.

Póst- og símamálastofnun setur nánari reglur um tæknilega eiginleika talstöðva og fylgihluta þeirra. Reglurnar skulu gefnar út sem tæknileg ákvæði.

Ekki er heimilt að flytja inn, selja eða starfrækja almenningstalstöðvar með öðrum rásum og tíðnum en um getur í 16. gr.

Allur aukabúnaður, sem fylgir talstöð, er háður sömu takmörkunum og stöðin sjálf.


18. gr.

Í viðkomandi tíðnisviði er samkvæmt alþjóðasamþykktum gert ráð fyrir notkun fjarstýritækja, iðnaðartækja, lækningatækja og vísindatækja. Er einkum gert ráð fyrir, að þau noti tíðnisviðið 27.120 MHz ± 0.6%. Talstöðvar njóta ekki verndar gegn truflunum frá þessum tækjum.

19. gr.

Valdi talstöð truflun á annarri þjónustu ber leyfishafa skylda til eð stöðva þegar í stað notkun hennar uns komist hefur verið fyrir orsök truflunarinnar.

Almenn notkun stefnuvirkra loftneta er ekki leyfð. Þó getur Póst- og símamálastofnun veitt undanþágu til slíkrar notkunar ef til þess liggja sérstakar ástæður. Þess skal gætt, þegar um fasts uppsetningu er að ræða, að hafa minnst 5 m fjarlægð milli loftneta fyrir almenningstalstöðvar og annarra loftneta. Skulu leyfishafar tilkynna Póst- og símamálastofnun um slíka uppsetningu.

20. gr.

Hafi leyfishafi breytt stöð eða bætt við óleyfilegum fylgibúnaði, skal bæði stöðin og fylgibúnaður gert upptækt og leyfi afturkallað. Póst- og símamálastofnun getur, ef brot á reglum teljast ekki mjög alvarleg, veitt leyfi á ný, þó ekki innan árs frá leyfissviptingu. Talstöðvar og búnaður, sem gert hefur verið upptækt, skilast þó ekki aftur. Allar talstöðvar, sem ekki eru skráðar hjá Póst- og símamálastofnun verða gerðar upptækar strax og stofnunin verður vör við þær.

21. gr.

Leyfishöfum er skylt að veita starfsmönnum Póst- og símamálastofnunar þegar í stað aðgang að stöðvum sínum, sé þess óskað, enda sanni þeir með skilríkjum á sér heimildir.

22. gr.

Um viðurlög gegn brotum á reglum þessum gilds ákvæði lags nr. 73, 28. maí 1984. Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum um fjarskipti nr. 73, 28. maí 1984, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur um sama efni nr. 506 19. desember 1979.

Samgönguráðuneytinu, 2. janúar 1987.

Matthías Bjarnason.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica