1. gr.
4. töluliður 1. gr. orðast svo:
Fullnægja skilyrðum ályktunar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um viðmiðunarreglur vegna leyfisveitingar fyrir stofnanir sem starfa á vegum stjórnvalda nr. A.739(18) sem samþykkt var 4. nóvember 1993 og viðauka við þá ályktun nr. A.789(19) um forskriftir hvað varðar eftirlits- og vottunarhlutverk viðurkenndra stofnana sem starfa á vegum stjórnvalda.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um eftirlit með skipum nr. 35/1993 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Hliðsjón hefur verið höfð af tilskipun ráðsins 94/57/EB frá 22. nóvember 1994 um sameiginlegar reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaeftirlit og -skoðun og fyrir tilheyrandi starfsemi siglingamálayfirvalda (sjá ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 30/95, en tilskipunin var birt í EES-viðbæti nr. 43/44, 16. nóvember 1995, bls. 44). Þessari tilskipun var breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 97/58/EB frá 26. september 1997 (sjá ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 33/98, en tilskipunin var birt í EES-viðbæti nr. 48, 19. nóvember 1998, bls. 247).
Samgönguráðuneytinu, 20. maí 1999.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.