Samgönguráðuneyti

312/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð um símatorgsþjónustu, nr. 419/1992. - Brottfallin

Reglugerð um breytingu á reglugerð um símatorgsþjónustu, nr. 419/1992.

1. gr.

3. gr. orðist svo:

Upplýsingaveitanda er aðeins heimilt að miðla upplýsingum á símatorgi með sjálfvirkri svörun.

2. gr.

10. gr. orðist svo:

Leikir og tenging tveggja notenda á símatorgi er einungis leyfileg að fenginni heimild Póst- og símamálastofnunar. Samtenging fleiri en tveggja símnotenda á símatorgi er ekki heimil.

3. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt lögum um fjarskipti nr. 73/1984 sbr. nr. 32/1993 og lögum um stjórn og starfrækslu póst- og símamála nr. 36/1977 staðfestist hér með til að taka þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

samgönguráðuneytið, 26. maí 1994.
Halldór Blöndal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica