1. gr.
Við ákvæði 12.03 (2) í 12. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Bifreiðir sem eingöngu eru ætlaðar til að veita opinbera þjónustu, eru knúnar hreinum orkugjafa og ekki yfir 5.000 kg að leyfðri heildarþyngd. Heimild þessi gildir til 31. desember 2026.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 27. mars 2025.
Eyjólfur Ármannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.