Innviðaráðuneyti

392/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004.

1. gr.

Við ákvæði 12.03 (2) í 12. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Bifreiðir sem eingöngu eru ætlaðar til að veita opinbera þjónustu, eru knúnar hreinum orkugjafa og ekki yfir 5.000 kg að leyfðri heildar­þyngd. Heimild þessi gildir til 31. desember 2026.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 27. mars 2025.

 

Eyjólfur Ármannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica