Innviðaráðuneyti

153/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 og reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.

I. KAFLI

Breyting á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004,
með síðari breytingum.

1. gr.

Við 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar bætist nýr töluliður sem verður svohljóðandi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/392 frá 4. mars 2021 um vöktun og skýrslugjöf gagna um koltvísýringslosun frá fólksbifreiðum og léttum atvinnuökutækjum sam­kvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 og um niðurfellingu á framkvæmdar­reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1014/2010, (ESB) nr. 293/2012, (ESB) 2017/1152 og (ESB) 2017/1153, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 267/2022, 23. september 2022, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72, frá 3. nóvember 2022, bls. 353-371.

 

II. KAFLI

Breyting á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021, með síðari breytingum.

2. gr.

Á eftir orðunum "niðurstöðu mengunarmælinga" í i-lið 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar koma orðin: og eftir atvikum upplýsinga um eldsneytis- og/eða orkunotkun.

 

3. gr.

Við 2. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skulu Samgöngu­stofu, með sama hætti, sendar upplýsingar um gögn sem fást í raunverulegum akstri.

 

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 69. og 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 1. febrúar 2023.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica