Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1233/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 822/2004, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 1. mgr. 25. gr. a reglugerðarinnar bætist nýr töluliður sem verður svohljóðandi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2173 frá 16. október 2020 um breyt­ingu á I., II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 til að uppfæra vöktunarmæliþættina og skýra tiltekna þætti er varða breytingu á lögbundnu prófunaraðferðinni, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 182/2021, 11. júní 2021, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 49, frá 22. júlí 2021, bls. 188-197.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 20. október 2021.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Ástríður Scheving Thorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica