Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

563/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 142/2004 um viðurkenningu flokkunarfélaga og um reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaeftirlit og -skoðun.

1. gr.

Hvar sem orðin "Siglingastofnun" eða "Siglingastofnun Íslands" koma fyrir í reglugerðinni, í hvers konar beygingarfalli kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

 

2. gr.

Í stað orðasambandsins "framkvæmdastjórn ESB" í 7., 9. og 10. gr. reglugerðarinnar kemur: Eftirlitsstofnun EFTA.

Orðasambandið "Framkvæmdastjórn ESB" í 8. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

Í stað orðsins "framkvæmdastjórninni" í 4. lið B-liðar viðauka við reglugerðina kemur: Eftirlits­stofnun EFTA.

 

3. gr.

Við b-lið 2. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi:

Skip sem falla ekki undir þessa skilgreiningu teljast annaðhvort sigla undir fána aðildarríkis EES-samningsins eða þriðja ríkis.

 

4. gr.

Við 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Skal hún starfa eftir viðeigandi ákvæðum viðauka við reglugerð þessa og viðauka við ályktun Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar A.847(20).

 

5. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Stofnun skal senda beiðni um viðurkenningu til Samgöngustofu sem sendir Eftirlitsstofnun EFTA beiðni um viðurkenningu stofnunar í samræmi við tilskipun ráðsins nr. 94/57/EB um sam­eiginlegar reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaeftirlit og -skoðun fyrir tilheyrandi starf­semi siglingayfirvalda, með síðari breytingum.

 

6. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Samvinnu á grundvelli þessarar greinar skal tilkynna til Eftirlitsstofnunar EFTA. Tilkynningu skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um samvinnu hinnar viðurkenndu stofnunar og Samgöngustofu.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 10. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. apríl 2021.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica