1. gr.
Hvar sem orðið "Vegagerðin", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.
2. gr.
25. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Eðalvagnaþjónusta.
Umsækjandi um leyfi til reksturs eðalvagnaþjónustu skal uppfylla skilyrði 5. gr. laga um leigubifreiðar, að undanskildum 3. tölulið 1. mgr. Leyfi skal að hámarki veitt til tveggja ára í senn. Ökutækið skal ekki vera eldra en 8 ára. Samgöngustofa getur afturkallað leyfi ef leyfishafi brýtur gegn ákvæðum laga og reglugerða um leigubifreiðar eða uppfyllir ekki lengur framangreind skilyrði.
Þjónusta eðalvagna er sérhæfður leiguakstur fólksbifreiða. Til eðalvagna teljast ökutæki sem geta flutt allt að 8 farþega og eru vegna stærðar, eiginleika og gæða, frábrugðin hefðbundnum ökutækjum um þægindi og þjónustu, svo sem með útbúnaði hægindasæta, skilrúma, veitingaþjónustu eða öðru sambærilegu, t.d. auknu rými og íburðarmikilli innréttingu. Samgöngustofa setur nánari verklagsreglur um eðalvagna sem birtar eru á heimasíðu stofnunarinnar.
Ekki skal stunda almennan leiguakstur með eðalvögnum heldur aðeins nota þá til sérstakrar viðhafnarþjónustu. Eðalvagna má einungis nota til aksturs farþega gegn gjaldi samkvæmt fyrirfram gerðri pöntun á þjónustu þeirra. Eðalvagn skal ávallt leigja út með ökumanni og skal eðalvagn vera skráður í notkunarflokkinn "Eðalvagn".
Samgöngustofu er við sérstakar aðstæður heimilt að veita undanþágu frá skilyrðum þessa ákvæðis.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 13. gr. laga nr. 134/2001 um leigubifreiðar, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 17. ágúst 2016.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.