Innanríkisráðuneyti

736/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 528/2002 um fólksflutninga á landi. - Brottfallin

1. gr.

Hvar sem orðið "Vegagerðin", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í við­eigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

20. gr. reglugerðarinnar sem kveður á um akstur sérútbúinna bifreiða verður svohljóðandi:

Samgöngustofa skal veita leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða, sem m.a. eru ætlaðar til aksturs utan þjóðvega og eru notaðar í tengslum við ferðaþjónustu. Umsækjandi skal jafnframt hafa almennt rekstrarleyfi til fólksflutninga frá Samgöngustofu.

Til að öðlast leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða þarf bifreiðin að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Bifreiðin rúmi ekki fleiri en átta farþega.
  2. Bifreiðin falli undir skilgreiningu á torfærubifreið í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
  3. Hjólbarðastærð bifreiðarinnar skal vera að lágmarki 780 mm.
  4. Bifreiðin skal uppfylla kröfur sem gerðar eru til breyttra, sérútbúinna bifreiða í skoðunar­handbók ökutækja, s.s. um slökkvitæki og sjúkrakassa.
  5. Bifreiðin skal standast leyfisskoðun árlega.

Leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða er einungis veitt til rekstraraðila og skal gilda í fimm ár þó aldrei lengur en sem nemur gildistíma almenna rekstrarleyfisins til fólksflutninga. Leyfið er ófram­seljanlegt. Ökutæki skulu vera merkt rekstraraðila.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 18. gr. laga um fólksflutninga og farmflutninga á landi nr. 73/2001, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 17. ágúst 2016.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica