Innanríkisráðuneyti

581/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála, nr. 36/2009.

1. gr.

Breyting vegna breytinga á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna
milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Hvar sem orðið "samgönguráðherra", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglu­gerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: ráðherra.

Hvar sem orðið "samgönguráðuneytið", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglu­gerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: ráðuneytið.

2. gr.

3. gr. orðast svo með fyrirsögn:

Skipan úrskurðarnefndar.

Í úrskurðarnefnd sitja þrír menn sem skipaðir eru af ráðherra og jafnmargir til vara. Formaður og varaformaður skulu fullnægja hæfisskilyrðum hæstaréttardómara. Vara­formaður leysir formann af ef hann forfallast. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 7. mgr. 13. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003, sbr. 2. gr. laga nr. 117/2008, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 2. júní 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica