1. gr.
Við 1. mgr. 12. gr. bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
f) |
F-skírteini, sem heimilar leiðsögu- og yfirborðsköfun með ferðamenn til þeirra sem hafa réttindi sem PADI Divemaster, eða sambærileg réttindi frá viðurkenndum alþjóðlegum köfunarsamtökum. |
|
g) |
G-skírteini, önnur köfun. |
2. gr.
Við 2. mgr. 14. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þegar mál eru tekin fyrir er varða kennsluréttindi til áhugaköfunar, leiðsögu- og yfirborðsköfunar með ferðamenn ásamt málefnum er varða köfunarskóla og fyrirtæki í ferðatengdri köfunarþjónustu skal prófanefnd kalla til ráðgjafar fulltrúa kafara með kennsluréttindi frá viðurkenndum alþjóðlegum köfunarsamtökum.
3. gr.
Þessi reglugerð er sett samkvæmt lögum nr. 31/1996, um köfun, og öðlast gildi 1. nóvember 2012.
Innanríkisráðuneytinu, 3. september 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.