Innanríkisráðuneyti

1105/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að auka öryggi í flugi með því að kveða á um sameiginlegar tæknikröfur, til fyrirtækja og starfsfólks og kveða á um sameiginlegar verklagsreglur og málsmeðferð til að tryggja áframhaldandi lofthæfi loftfara, þ.m.t. íhluta í þau.

2. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 127/2010 frá 5. febrúar 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 140/2010 frá 10. desember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, 19. maí 2011, bls. 47.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. a. og 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

 

Innanríkisráðuneytinu, 2. desember 2011.

 

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica