Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

905/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 631/2008 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 482/2008 um kerfi til að tryggja öryggi hugbúnaðar, sem veitendur flugleiðsöguþjónustu munu taka í notkun og um breytingu á II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 2096/2005. Markmiðið er að kveða á um sameiginlegar kröfur og efla öryggi og skilvirkni flugleiðsöguþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

1. mgr. 14. gr. orðist svo:

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2096/2005 frá 20. desember 2005 um sameiginlegar kröfur vegna veitingar þjónustu á sviði flugleiðsögu, merkt fylgiskjal I við reglugerð nr. 631/2008, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 122/2006 frá 22. september 2006. Reglugerðin er jafnframt birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 76, 18. desember 2008, bls. 275;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1315/2007 frá 8. nóvember 2007 um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2096/2005, birt sem fylgiskjal I við reglugerð nr. 354/2009 um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008 frá 6. júní 2008;
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 482/2008 frá 30. maí 2008 um kerfi til að tryggja öryggi hugbúnaðar, sem veitendur flugleiðsöguþjónustu munu taka í notkun og um breytingu á II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 2096/2005 sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, dags. 15. október 2009, á bls. 18, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2009 frá 5. febrúar 2009.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og tekur þegar gildi. Reglugerðin kemur til framkvæmda frá og með 1. júlí 2010 fyrir hvers konar breytingar á hugbúnaði sem var í notkun frá og með 1. janúar 2009 og tilgreindur er í 2. mgr. 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 482/2008.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. október 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica