Samgönguráðuneyti

840/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1050/2008 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 12. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 12. gr. a., er orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 12. gr. skulu samræmingarstjórar samþykkja að flugrekendur eigi rétt á úthlutun sömu raðar afgreiðslutíma fyrir áætlunartímabil sumarsins 2010 og þeim var úthlutað í upphafi áætlunartímabils sumarsins 2009, í samræmi við reglugerð þessa.

2. gr.

17. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Innleiðing gerða.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 frá 18. janúar 1993 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94, eins og hún birtist í sérútgáfu við EES-samninginn nr. 2, hluta 10A, bls. 361 og í EES-viðbæti nr. 17, 1994, bls. 1;
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 793/2004 frá 21. apríl 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 154/2004, eins og hún birtist í EES-viðbæti nr. 31, 2007, bls. 119 og nr. 20, 2005, bls. 21;
  3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 545/2009 frá 18. júní 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum, en ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar hefur ekki verið birt en fylgir með reglugerðinni í viðauka I.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 57. gr. c, 3. mgr. 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 1. september 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica