Samgönguráðuneyti

635/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

10. gr. breytist þannig:

Aftan við 13. lið 10. gr. (10.13) kemur nýr liður, 14. liður (10.14) sem orðist svo:

Reglugerð nr. 706/2007/EB, sem er 45zr töluliður í II. viðauka EES-samningsins, gildir og er hluti af reglugerð þessari með þeirri aðlögun sem leiðir af II. viðauka.

Í reglugerðinni er mælt fyrir um stjórnsýsluákvæði varðandi heildargerðarviðurkenningu öku­tækja og samræmda prófun til að mæla leka frá tilteknum loftræstikerfum. Reglugerð nr. 706/2007/EB er sett með hliðsjón af tilskipun nr. 2006/40/EB um losun frá loftræstikerfum í vél­knúnum ökutækjum.

2. gr.

12. gr. breytist þannig:

  1. Fyrri mgr. í 2. undirlið í 12. lið 12. gr. (12.12 (2)) orðast svo:
    Hópbifreið skal búin hraðatakmarkara sem er stilltur þannig að hraði hennar geti ekki orðið meiri en 100 km/klst.
    Síðari mgr. í 2. undirlið í 12. lið 12. gr. (12.12 (2)) fellur niður.
  2. Fyrri mgr. í 2. undirlið í 14. lið 12. gr. (12.14 (2)) orðast svo:
    Vörubifreið skal búin hraðatakmarkara sem er stilltur þannig að hraði hennar geti ekki orðið meiri en 90 km/klst.
    Síðari mgr. í 2. undirlið í 14. lið 12. gr. (12.14 (2)) fellur niður.

3. gr.

18. gr. breytist þannig:

  1. Aftan við fyrri 15. undirlið 10. liðar 18. gr. (18.10. (15)), sem hefst á orðunum "Bifreið skal uppfylla eftirfarandi kröfur um útblástursmengun", kemur ný málsgrein sem orðist svo:
    Reglugerð nr. 715/2007/EB, sem er töluliður 45zt við II. viðauka EES-samningsins, gildir um heildargerðarviðurkenningu með tilliti til mengandi efna í útblæstri léttra fólksbifreiða, hópbifreiða og sendibifreiða (Euro 5 og Euro 6), sbr. 2. gr. reglugerðarinnar. Reglugerðin gildir einnig um aðgang að upplýsingum hjá framleiðanda ökutækis varðandi viðhald þess og viðgerðir.
  2. 15. undirliður 10. liðar 18. gr., sem hefst á orðunum "Ef bifreið með dísilhreyfli uppfyllir ekki ákvæði", verður nr. 16, undirliður nr. 16 verður nr. 17 og undirliður nr. 17 verður nr. 18.

4. gr.

IV. viðauki breytist þannig:

  1. Í tölul. 1 við tilskipun nr. 70/156/EB á eftir tilskipun nr. 2007/37/EB, undir fyrirsögninni "bif­reiðar og eftirvagnar" í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

    706/2007/EB

    L 161, 21.06.2007

    ***3/2008; 37, 09.07.2009

  2. Í tölul. 1 við tilskipun nr. 70/156/EB á eftir reglugerð nr. 706/2007/EB, undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar" í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

    715/2007/EB

    L 171, 29.06.2007

    ***4/2008; 37, 09.07.2009

  3. Á eftir tölul. 45zq kemur nýr liður, 45zr, og undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar", í reitina "tilskipun", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

    Stjórnsýsluákvæði um EB-gerðar­viðurkenningu ökutækja og um samræmda prófun til að mæla leka frá tilteknum loft­ræsti­kerfum. Reglugerðin er felld inn í samninginn, þar sem mælt er fyrir um stjórn­sýsluákvæðin skv. tilskipun 2006/40/EB.
    706/2007/EB

    L 161, 20.06.2007

    ***3/2008; 37, 09.07.2009

  4. Á eftir tölul. 45zs kemur nýr liður, 45zt, og undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar", í reitina "tilskipun", Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting", kemur:

    Gerðarviðurkenning með tilliti til mengandi efna í útblæstri.
    715/2007/EB

    L 171, 29.06.2007

    ***4/2008; 37, 09.07.2009

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 2. júlí 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica