Samgönguráðuneyti

328/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. - Brottfallin

1. gr.

Viðurlög við brotum á ákvæðum 45. gr., 45. gr. a og 47. gr. í VII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 skulu vera samkvæmt þessari skrá og breytist viðauki I við reglugerðina til samræmis:

45. gr.

Ölvunarakstur.

2. og 3. mgr.:

 

Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.


Vínandamagn í blóði ‰

Sektir kr.

Svipting

0,50 - 0,60

70.000

2 mán.

0,61 - 0,75

70.000

4 mán.

0,76 - 0,90

90.000

6 mán.

0,91 - 1,10

100.000

8 mán.

1,11 - 1,19

110.000

10 mán.

1,20 - 1,50

140.000

1 ár

1,51 - 2,00

160.000

1 ár og sex mán.

2,01 eða meira

160.000

2 ár


Vínandamagn í lofti mg/l

Sektir kr.

Svipting

0,25 - 0,30

70.000

2 mán.

0,31 - 0,37

70.000

4 mán.

0,38 - 0,45

90.000

6 mán.

0,46 - 0,55

100.000

8 mán.

0,56 - 0,59

110.000

10 mán.

0,60 - 0,75

140.000

1 ár

0,76 - 1,00

160.000

1 ár og sex mán.

1,01 eða meira

160.000

2 ár


6. mgr.:

Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna

5.000

7. mgr.:

Ökumanni í því ástandi sem fram kemur í ákvæðinu falin stjórn ökutækis

30.000


45. gr.

Síðara brot á ákvæðum greinarinnar eða ökumaður hefur áður brotið gegn 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a.

2. og 3. mgr.:


Vínandamagn í blóði

Sektir kr.

Svipting

0,50 - 1,19

180.000

2 ár

1,20 - 1,50

200.000

3 ár

1,51 - 2,00

220.000

3 ár og sex mán.

2,01 eða meira

240.000

4 ár


Vínandamagn í lofti mg/l

Sektir kr.

Svipting

0,25 - 0,59

180.000

2 ár

0,60 - 0,75

200.000

3 ár

0,76 - 1,0

220.000

3 ár og sex mán.

1,01 eða meira

240.000

4 ár

Hafi ökumaður einu sinni áður brotið gegn ákvæðum 1. sbr. 2. mgr. 45. gr. a umferðarlaga með ávana- og fíkniefnaakstri, og fyrsta ítrekun er með broti gegn 1. mgr. sbr. 2. eða 3. mgr. 45. gr. eða 45. gr. a, skal svipting eigi vara skemur en 2 ár auk sektar að upphæð 180.000 kr., sbr. 6. mgr. 102. gr. umferðarlaga.

45. gr. a.

Ávana- og fíkniefnaakstur.

1. mgr. sbr. 2. mgr.:

 

Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.


Ávana- og fíkniefni í blóði

Sektir kr.

Svipting

Amfetamín:
Lítið magn - Allt að 170 ng/ml í blóði

70.000

4 mán.

Amfetamín:
Mikið magn - 170 ng/ml í blóði eða meira

140.000

1 ár

Tetrahýdrokannabínól (kannabis)
Lítið magn - allt að 2 ng/ml í blóði

70.000

4 mán.

Tetrahýdrokannabínól (kannabis)
Mikið magn - 2 ng/ml í blóði eða meira

140.000

1 ár

MDMA
Mikið magn - 220 ng/ml í blóði eða meira

140.000

1 ár

Kókaín
Lítið magn allt að 30 ng/ml í blóði

70.000

4 mán.

Kókaín
Mikið magn - 30 ng/ml í blóði eða meira

140.000

1 ár


Ávana- og fíkniefni í þvagi

70.000

3 mán.

Finnist fleiri en ein tegund ávana- og fíkniefna í blóði ökumanns skal leggja til grundvallar það efni sem hefur hæst mæligildi.

Sé um annað brot að ræða gegn 45. gr. a umferðarlaga, skal svipting eigi vara skemur en 2 ár, sbr. 6. mgr. 102. gr. umferðarlaga. Þá skal sekt vera 100.000 kr. ef um lítið magn er að ræða en 200.000 kr. ef um mikið magn er að ræða.

Hafi ökumaður einu sinni áður brotið gegn ákvæðum 45. gr. umferðarlaga (ölvunarakstur) gilda sömu viðmið.

3. mgr. 45. gr. a.:

kr.    

 

Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum ávana- og fíkniefna

5.000

 

eða sama og 6. mgr. 45. gr.

 

4. mgr. 45. gr. a.:

 
 

Ökumanni í því ástandi sem fram kemur í ákvæðinu falin stjórn ökutækis

30.000

3. mgr. 47. gr.:

 
 

Ökumaður neitar að veita atbeina við rannsókn máls

100.000

 

1 árs svipting.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast gildi þann 1. apríl 2009.

Samgönguráðuneytinu, 13. mars 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica