Samgönguráðuneyti

354/2009

Reglugerð um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um kröfur til öryggiseftirlits með flug­leiðsögu­þjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar fyrir almenna flugumferð.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flug­umferðar og tekur ekki til herflugs eða herþjálfunarflugs.

3. gr.

Eftirlitsstjórnvald.

Innlent eftirlitsstjórnvald samkvæmt reglugerð þessari er Flugmálastjórn Íslands. Flugmála­stjórn Íslands annast tilkynningar til Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli reglu­gerðar­innar.

4. gr.

Tilvísanir til annarra reglugerða.

Í fylgiskjali I við reglugerð þessa er vísað til fjölmargra reglugerða Evrópubandalagsins á sviði flugleiðsögu sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt. Tilvísanir eru þessar:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 549/2004 frá 10. mars 2004 um setningu rammaákvæða um að koma á samevrópsku flugumferðarsvæði (ramma­reglu­gerðin) er innleidd með reglugerð nr. 870/2007 um flugleiðsögu í sam­evrópska loftrýminu.
  2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 550/2004 frá 10. mars 2004 um að veita þjónustu á sviði flugleiðsögu á samevrópska flugumferðarsvæðinu (þjónustu­reglu­gerðin) er innleidd með reglugerð nr. 870/2007 um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu.
  3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 551/2004 frá 10. mars 2004 um skipulag og notkun loftrýmis á samevrópska flugumferðarsvæðinu (loftrýmis­reglu­gerðin) er innleidd með reglugerð nr. 870/2007 um flugleiðsögu í sam­evrópska loftrýminu.
  4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 552/2004 frá 10. mars 2004 um rekstrarsamhæfi evrópska netsins fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar (rekstrar­samhæfis­reglugerðin) er innleidd með reglugerð nr. 870/2007 um flugleiðsögu í sam­evrópska loftrýminu.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2096/2005 frá 20. desember 2005 um sameiginlegar kröfur vegna veitingar þjónustu á sviði flugleiðsögu er innleidd með reglugerð nr. 631/2008 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu.

5. gr.

Rekstrarfyrirmæli.

Rekstrarfyrirmæli í formi tilskipunar um öryggi, samkvæmt 12. gr. fylgiskjals I, skal gefa út í samræmi við 1. mgr. 84. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr.

Gildistaka.

Með reglugerð þessari öðlast gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1315/2007 frá 8. nóvember 2007 um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2096/2005, sem er meðfylgjandi reglugerð þessari merkt fylgiskjal I, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 18. mars 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.

(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica