Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

575/2001

Reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. - Brottfallin

1. gr.

Sektir allt að 100.000 krónum og sviptingu ökuréttar vegna einstakra brota á ákvæðum umferðarlaga og reglna, settra samkvæmt þeim, skal ákvarða í samræmi við fyrirmæli og leiðbeiningar sem birtast í viðaukum I - III við reglugerð þessa.

Heimilt er að víkja frá ákvæðum í viðaukum ef veigamikil rök mæla með því.


2. gr.

Þegar ákvörðun er tekin um sekt vegna brota á tveimur eða fleiri ákvæðum umferðarlaga, eða reglna settra samkvæmt þeim, skal sektin vera samtala sekta vegna hvers brots um sig. Samtala sekta sem lögreglustjóri lýkur með lögreglustjórasátt má þó aldrei fara fram úr þeirri hámarksfjárhæð sem ákveðin er í reglugerð um lögreglustjórasáttir.

Lögreglustjóra ber að veita sakborningi 25% afslátt af sektarfjárhæð sem ákveðin er í lögreglustjórasátt, ef sakborningur greiðir sektina ásamt sakarkostnaði að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs eða undirritun sektargerðar sem sakborningur hefur gengist skriflega undir.

Um innheimtu sekta gilda ákvæði 52. gr. almennra hegningarlaga.


3. gr.

Sekt, sem sakborningur hefur skriflega gengist undir hjá lögreglustjóra, afplánast með fangelsi samkvæmt 4. – 5. mgr. 54. gr. almennra hegningarlaga.


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 57 22. maí 1997, öðlast gildi 1. ágúst 2001.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum, nr. 280 14. maí 1998, sbr. reglugerðir nr. 664 16. nóvember 1998 og nr. 732 9. október 2000.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 13. júlí 2001.
Sólveig Pétursdóttir. Ólafur W. Stefánsson.

VIÐAUKI I
Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum
og reglum settum samkvæmt þeim.

Brot á eftirfarandi ákvæðum umferðarlaga, eða reglum sem settar hafa verið samkvæmt þeim, varða sektum og sviptingu ökuréttar samkvæmt þessari skrá:


II. KAFLI (4.–10. gr.). Reglur fyrir alla umferð.


Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
4. gr. Meginreglur
1. mgr.: Verður beitt ef engin sérregla á við 5.000
2. mgr.: Verður beitt með sérreglu til þyngingar 5.000
5. gr. Leiðbeiningar fyrir umferð
1. - 2. mgr.: Ekið gegn rauðu umferðarljósi 15.000
Ekið gegn einstefnu 5.000
Bann við framúrakstri eigi virt 5.000
Önnur umferðarmerki eigi virt (nema leggja beri gjald á skv. c-lið 108. gr.) 5.000
3. mgr.: Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu 10.000
5. gr. a. Akstur utan vega í þéttbýli
1. mgr.: Ekið eða lagt á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð ökutækja 5.000
6. gr. Leikir o.fl.
1. mgr.: Stokkið af eða upp í ökutæki á ferð eða verið utan á ökutæki á ferð 5.000
2. mgr.: Hangið í ökutæki á ferð 5.000
Maður á skíðum, hjólaskíðum, skautum dreginn á vegi 5.000
3. mgr.: Leikur á vegi veldur óþægindum fyrir umferð 5.000
7. gr. Vistgötur
2. mgr.: Ógætilegur akstur á vistgötu 5.000
4. mgr.: Ökutæki lagt utan merktra stæða á vistgötu. Gjald skv. 108. gr.
8. gr. Að hindra eða trufla neyðarakstur o.fl.
2. mgr.: Eigi vikið í tæka tíð fyrir ökutæki sem gefur hljóð- eða ljósmerki 10.000
3. mgr.: Hvít veifa notuð án heimildar 5.000
4. mgr.: Óviðkomandihamlar björgunarstarfi með því að vera of nærri slys- eða brunastað 5.000
5. mgr.: Vegfarandi hindrar eða rýfur för líkfylgdar, hóps barna undir leiðsögn stjórnanda eða annarrar hópgöngu 5.000
9. gr. Skemmdir á umferðarmerkjum
1. mgr.: Umferðarmerki numið á brott eða breytt 5.000
2. mgr.: Eigi gerðar viðeigandi ráðstafanir vegna skemmda á umferðarmerki 5.000
10. gr. Skyldur við umferðaróhapp
1. mgr.: Eigi numið staðar og veitt hjálp 10.000
Neitað að skýra frá nafni og heimilisfangi 10.000
2. mgr.: Vanrækt að tilkynna lögreglu um slys 10.000



IV. KAFLI (13.-35. gr.). Umferðarreglur fyrir ökumenn.


13. gr. Notkun akbrauta
1. mgr.: Ekið eftir gangstétt eða gangstíg 5.000
2. mgr.: Eigi notuð sú rein sem ökutæki er ætluð 5.000
14. gr. Hvar skal aka á vegi
1. mgr.: Ökutæki eigi haldið nægjanlega til hægri 5.000
3. mgr.: Of stutt bil milli ökutækja 5.000
5. mgr.: Ökutæki í vegavinnu ekið óvarlega 5.000
15. gr. Akstur á vegamótum og í beygjum
1. og 3. mgr.: Röng staðsetning fyrir og við beygju á vegamótum 5.000
2. mgr.: Ekið ógætilega á vegamótum 5.000
17. gr. Að snúa ökutæki, aka aftur á bak og skipta um akrein
1. mgr.: Ökutæki bakkað eða snúið við þannig að hætta eða óþægindi skapast fyrir aðra 10.000
2. mgr.: Eigi höfð nægileg aðgát við akstur frá vegarbrún, þegar skipt er um akrein eða ekið á annan hátt til hliðar, ökutæki er stöðvað eða dregið skyndilega úr hraða þess 10.000
3. mgr.: Vanræksla á skyldum við akstur frá aðrein yfir á akrein 10.000
Vanrækt að auðvelda umferð af aðrein inn á akrein 10.000
4. mgr.: Röng notkun fráreinar 5.000
18. gr. Akstur við biðstöð hópbifreiða o.fl.
1. mgr.: Eigi virtur forgangur hópbifreiðar til aksturs frá biðstöð 10.000
Stjórnandi hópbifreiðar vanrækir aðgát við akstur frá biðstöð 10.000
2. mgr.: Eigi sýnd sérstök aðgát í námunda við merkta skólabifreið sem hefur stansað 10.000
19. gr. Þegar ökutæki mætast
1. mgr.: Eigi vikið nægilega eða dregið úr hraða 5.000
20. gr. Framúrakstur
1. mgr.: Ekið hægra megin fram úr 10.000
Ekið vinstra megin fram úr ökutæki sem er að sveigja til vinstri 10.000
2. mgr.: Eigi sýnd nægileg varúð við framúrakstur (a-d liðir) 10.000
3. mgr.: Hliðarbil ófullnægjandi 10.000
Sveigt of snemma til hægri 5.000
4. mgr.: Eigi sýnd nægileg aðgæsla þegar ekið er fram úr ökutæki í vegavinnu 5.000
21. gr.
1. mgr.: Eigi vikið nægilega eðaframúrakstur torveldaður 5.000
2. mgr.: Eigi vikið til hliðar, dregið úr hraða eða numið staðar, ef þörf krefur 5.000
22. gr. Bann við framúrakstri
1. mgr.: Ekið fram úr við eða á vegamótum 10.000
2. mgr.: Ekið fram úr þegar vegsýn er skert 10.000
23. gr. Framúrakstur og akreinaskipti í þéttri umferð
1. mgr.: Svigakstur á tveimur eða fleiri akreinum 10.000
24. gr. Framúrakstur við gangbraut
Ekið fram úr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni 10.000
25. gr. Skylda til að veita öðrum forgang
1. mgr.: Eigi sýnd sérstök aðgát við vegamót 10.000
2. mgr.: Eigi virt:
- biðskylda 15.000
- stöðvunarskylda 15.000
3. mgr.: Vanrækt að veita forgang við akstur út á veg frá bifreiðastæðum, lóðum, landareignum o.fl. 10.000
4. mgr.: Eigi virtur almennur forgangur á vegamótum o.fl. (hægri reglan) 10.000
6. mgr.: Forgangur eigi virtur 10.000
7. mgr.: Stöðvun ökutækis á eða við vegamót veldur óþarfa óþægindum 5.000
26. gr. Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum
1. mgr.: Vanrækt að veita nægilegt rými á vegi o.fl. 5.000
2. mgr.: Forgangur gangandi vegfaranda eigi virtur 5.000
3. mgr.: Ekið óvarlega á göngugötu 5.000
4. mgr.: Ekið óvarlega á vegamótum o.fl. 10.000
5. - 6. mgr.: Gangbrautarréttur eigi virtur 10.000
27. gr. Stöðvun ökutækis og lagning þess
1. mgr.: Ökutæki veldur óþægindum eða hættu fyrir umferð 5.000
2. mgr.: Lagt á röngum vegarhelmingi o.fl. 5.000
3. mgr.: Óheimil stöðvun eða lagning ökutækis á gangstétt, gangstíg, umferðareyjum og svipuðum stöðum. Gjald skv. 108. gr.
4. mgr.: Eigi gengið frá ökutæki með tryggilegum hætti 5.000
5. mgr.: Dyr ökutækis opnaðar til hættu eða óþæginda o.fl. 10.000
28. gr.
1. mgr.: Ökutæki stöðvað eða því lagt:
c) Þannig að skyggi á umferðarmerki eða umferðarljós 5.000
d) Í göngum eða undir brú 5.000
e) Í eða við blindhæð o.fl. þar sem vegsýn er skert 5.000
f) Á eða við hindrunarlínu þannig að torveldi akstur á rétta rein 5.000
g) Á hringtorgi 5.000
Ökutæki stöðvað eða því lagt:
a) Á eða við gangbraut
b) Á eða við vegamót
h) Á merktu stæði leigubifreiða eða fatlaðra
i) Minna en 15 m frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða
Ber að leggja á gjald skv. 108. gr.
2. mgr.: Ökutæki lagt:
a) Á brú 10.000
b) Við heimreið húss eða lóðar 5.000
c) Við hlið annars ökutækis sem stendur við brún akbrautar 5.000
d) Þannig að hindri aðgang að öðru ökutæki eða færslu þess af staðnum 5.000
e) Við vatnshana slökkviliðs 5.000
30. gr. Skyldur ökumanns, þegar ökutæki hefur stöðvast í sérstökum tilvikum
Brot gegn ákvæðum greinarinnar 5.000
31. gr. Merki og merkjagjöf
1. – 2. mgr.: Merkjagjöf vanrækt 5.000
Ónauðsynleg merkjagjöf 5.000
32. gr. Ljósanotkun
1. mgr.: Ökuljós eigi tendruð í dagsbirtu 5.000
2. mgr.: Ökuljós eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi 5.000
3. - 8. mgr.: Óheimil eða röng notkun ljósa 5.000
33. gr. Ljósanotkun
1. og 3. mgr.: Stöðuljós eigi tendruð 5.000
34. gr. Akstursíþróttir og aksturskeppni
2. mgr.: Efnt til aksturskeppni án leyfis lögreglustjóra 15.000
35. gr. Óþarfa hávaði o.fl.
1. mgr.: Óþarfa hávaði frá vélknúnu ökutæki 5.000
Óþarfa loftmengun frá vélknúnu ökutæki 5.000
2. mgr.: Óþarfa ónæði frá ökutæki við íbúðarhús 5.000



V. KAFLI (36.-38. gr.). Ökuhraði.

36. gr. Almennar reglur um ökuhraða
1. – 3. mgr.: Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður 10.000
4. mgr.: Aur slettist á vegfarendur vegna ógætilegs aksturs 5.000
37. gr. Almennar hraðatakmarkanir

Þegar ekið er yfir lögleyfðum hámarkshraða skal beita eftirfarandi töflu. Í fyrstu línu lárétt er lögleyfður hámarkshraði tilgreindur. Raunverulegur hraði ökutækis er tilgreindur í fyrstu línu lóðrétt. Sektarfjárhæð er tilgreind í þúsundum króna og sviptingartími í mánuðum.

Hraði 30 35 50 60 70 80 90
41-45 5
46-50 10 5
51-55 15 10
56-60 20 15
61-65 25 + 1 20 5
66-70 30 + 2 25 10
71-75 40 + 3 30 + 1 15 5
76-80 35 + 2 20 10
81-85 45 + 3 25 15 5
86-90 30 20 10
91-95 35 25 15 5
96-100 40 30 20 10
101-110 50 + 1 40 30 20 10
111-120 60 + 2 50 + 1 40 30 20
121-130 70 + 3 60 + 2 50 + 1 40 30
131-140 70 + 3 60 + 2 50 + 1 40
141-150 70 + 3 60 + 2 50 + 1
151-160 70 + 3 60 + 2
161-170 70 + 3

38. gr. Ökuhraði sérstakra gerða ökutækja

Við ákvörðun sekta og sviptingar ökuréttar fyrir brot á ákvæðum þessarar greinar skal beita töflu 37. gr. að teknu tilliti til lögleyfðs hámarkshraða ökutækis.



VI. KAFLI (39.-43. gr.). Sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki.


Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
39. - 40. gr. Reiðhjól
Brot á sérreglum fyrir reiðhjól 5.000
41. gr. Bifhjól
Brot á sérreglum fyrir bifhjól 5.000
42. gr. Létt bifhjól
Brot á sérreglum fyrir létt bifhjól 5.000
43. gr. Torfærutæki
Brot á sérreglum fyrir torfærutæki 5.000


VII. KAFLI (44. – 58. gr.). Um ökumenn.

44. gr. Veikindi, áfengisáhrif o.fl.
4. mgr.: Neysla áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við akstur 30.000
5. mgr.: Tóbaksreykingar við stjórn bifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni 5.000
6. mgr.: Um brot á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins vísast til viðauka II.
45. gr. Ölvunarakstur
Taflan miðast við að um fyrsta brot sé að ræða.
Vínandamagn í blóði ‰ Sektir Svipting
0.50 - 0.60 50.000 2 mán
0.61 - 0.75 50.000 4 mán
0.76 - 0.90 60.000 6 mán
0.91 - 1.10 70.000 8 mán
1.11 - 1.19 80.000 10 mán
1.20 – 1,50 100.000 12 mán

Vínandamagn í lofti mg/l Sektir Svipting
0.250 - 0.300 50.000 2 mán
0.301 - 0.375 50.000 4 mán
0.376 - 0.450 60.000 6 mán
0.451 - 0.550 70.000 8 mán
0.551 - 0.599 80.000 10 mán
0.600 – 0,750 100.000 12 mán

(Ath.: Svipting lágmark 12 mánuðir neiti ökumaður að gefa öndunarsýni)


Lagagrein Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
6. mgr.: Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna 5.000
7. mgr.: Ökumanni í því ástandi sem fram kemur í ákvæðinu falin stjórn ökutækis 30.000
46. gr. Áfengisáhrif o.fl.
1. og 3. mgr.: Veitingamenn, þjónar eða bensínafgreiðslumenn reyna ekki að koma í veg fyrir ölvunarakstur 10.000
48. gr. Ökupróf og ökuskírteini
1. mgr.: Akstur bifreiðar eða bifhjóls sviptur ökurétti:
- fyrsta brot 60.000
- annað brot 100.000
Akstur bifreiðar eða bifhjóls án þess að hafa öðlast ökurétt:
- í fyrsta sinn 10.000
- í annað sinn 20.000
Ekið án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini 5.000
Ökuskírteini ekki meðferðis 5.000
50. gr.
Akstur bifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni án þess að hafa réttindi til þess 10.000
Akstur bifreiðar sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd eða akstur annarra ökutækja án þess að hafa fengið tilskilin réttindi 10.000
55. gr. Stjórnendur dráttarvéla, vinnuvéla, léttra bifhjóla og torfærutækja:
Akstur dráttarvélar, vinnuvélar, létts bifhjóls og torfærutækis sviptur ökurétti:
- fyrsta brot 50.000
- annað brot 100.000
Akstur ofangreindra ökutækja án þess að hafa öðlast tilskilinn ökurétt:
- fyrsta brot 5.000
- annað brot 10.000
Ekið án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini 5.000
Ökuskírteini ekki meðferðis 5.000
57. gr. Æfingaakstur:
1. mgr.: Ökukennari hefur ekki hlotið löggildingu (bifreið) 10.000
2. mgr.: Ökukennari hefur ekki hlotið löggildingu (bifhjól) 10.000
3. mgr.: Ökukennari fer ekki að reglum við framkvæmd æfingaaksturs 10.000
4. mgr.: Æfingaakstur fer fram fyrr en heimilt er
- kennari 10.000
- nemandi 5.000
6. mgr.: (sbr. reglugerð um ökuskírteini)
Leiðbeinandi hefur ekki tilskilið leyfi 10.000
Æfingaakstur á léttu bifhjóli eða dráttarvél fer fram fyrr en heimilt er 5.000
Nemandi hefur ekki tilskilið leyfi til æfingaaksturs létts bifhjóls eða dráttarvélar 5.000
58. gr. Upplýsingaskylda o.fl.:
1. mgr.: Eigandi/umráðamaður neitar að gera grein fyrir því hver hafi stjórnað ökutæki 20.000
2. mgr.: Manni, sem ekki hefur til þess réttindi, falin stjórn ökutækis:
- bifreið eða bifhjól 10.000
- dráttarvél, vinnuvél, létt bifhjól eða torfærutæki 5.000



VIII. KAFLI (59. – 70. gr.). Um ökutæki.


59. gr. Gerð og búnaður (sbr. 1. mgr. 60. gr.):
1. mgr.: Hætta eða óþægindi leiða af ökutæki 5.000
-hélaðar rúður 5.000
2. mgr.: Gerð og búnaði ökutækis áfátt.
Eigandi/umráðamaður:
a) Áletranir eða merki 5.000
b) Stýrisbúnaður 10.000
c) Hemlar 10.000
d) Ljósker eða glitaugu 10.000
e) Aðbúnaður ökumanns eða farþega 5.000
f) Útsýn 5.000
g) Öryggisbúnaður 5.000
h) Hraðamælir 5.000
i) Hjólabúnaður
- fyrir hvern óhæfan hjólbarða 5.000
- nagladekk án heimildar 5.000
j) Tengibúnaður 10.000
k) Búnaði fyrir farm áfátt 10.000
l) Hljóðmerkisbúnaður 5.000
m) Útblásturskerfi í ólagi 5.000
Ökumaður: Helmingur af tilgreindri upphæð
Reiðhjól:
a) hemlabúnaði áfátt 5.000
b) ljósum og glitmerkjum áfátt 5.000
c) annað 5.000
62. gr. Tenging og dráttur ökutækja
1. mgr.: Fleiri en einn tengivagn eða tengitæki tengt við:
- bifreið 5.000
- torfærutæki 5.000
- reiðhjól 5.000
2. mgr.: Fleiri en tveir eftirvagnar eða fleiri en einn eftirvagn
og eitt tengitæki tengt við:
- dráttarvél 5.000
- vinnuvél 5.000
3. mgr.: Eftirvagn eða tengitæki tengt við:
- bifhjól 5.000
- létt bifhjól 5.000
4. mgr.: Hliðarvagn tengdur vinstra megin við bifhjól eða reiðhjól 5.000
Hliðarvagn tengdur við létt bifhjól 5.000
5. - 6. mgr.: Brot á reglum um tengingu og drátt ökutækja:
- Eftir efni og eðli brots 5.000 – 10.000
63. gr. Skráning
1. mgr.: Notkun skráningarskylds ökutækis án þess að það hafi verið skráð og skráningarmerki sett á það 10.000
64. gr. Vanrækt að tilkynna eigendaskipti 5.000
Vanrækt að færa ökutæki, sem breytt hefur verið á þann veg að það kallar á breytta skráningu, til skoðunar 5.000
Skráningarmerki vantar eða eru ógreinileg 10.000
Skráningarmerki vísvitandi gerð ógreinileg 10.000
Skráningarskírteini fylgir ekki ökutæki 5.000
Brotið gegn reglum um tímabundinn akstur
skráningarskyldra ökutækja án skráningar 5.000
66. gr. Erlend ökutæki
Brot gegn reglum um notkun erlendra ökutækja 5.000 – 10.000
67. gr. Skoðun ökutækja og eftirlit:
Vanrækt að færa ökutæki til:
- aðalskoðunar 10.000
- endurskoðunar 5.000
Vanrækt að færa ökutæki, sem breytt hefur verið í atriðum sem kalla á breytta skráningu, til breytingaskoðunar 5.000



IX. KAFLI (71.-72. gr. A.). Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar.


71. gr. Öryggisbelti
1. mgr.: Öryggisbelti ekki notað 5.000
2. mgr.: Sérstakur öryggibúnaður fyrir barn ekki notaður 10.000
5. mgr.: Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað 10.000
72. gr. Hlífðarhjálmar
1. mgr.: Hlífðarhjálmur ekki notaður 5.000
2. mgr.: Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm 10.000

X. KAFLI (73.-76. gr.). Flutningur, hleðsla, þyngd og stærð ökutækja.


73. gr. Hleðsla ökutækja
1. mgr.: Farþegar eða farmur:
- byrgja útsýn ökumanns 5.000
- tálma notkun stjórntækja ökumanns 5.000
- byrgja lögboðinn ljósa- eða merkjabúnað ökutækis 5.000
- byrgja skráningarmerki ökutækis 5.000
2. mgr.: Of margir farþegar:
- fyrir hvern umframfarþega 5.000
3. - 4. mgr.: Brot á reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu á farmi:
- Eftir eðli og efni brots 5.000 – 20.000
75. gr. Breidd, lengd og hæð ökutækja
1. mgr.: Brot á slíkum ákvæðum í reglugerð um stærð og þyngd ökutækja 5.000 – 20.000
2. mgr.: Ökumaður veldur hættu eða óþægindum við akstur undir brú, í göngum, undir rafmagns- eða símalínum o.þ.h. 10.000
76. gr. Ásþungi og þyngd
Ásþungi allt að 10% umfram leyfilegt hámark 20.000
Ásþungi allt að 20% umfram leyfilegt hámark 40.000
Ásþungi allt að 30% umfram leyfilegt hámark 50.000
Ásþungi meiri en 30% umfram leyfilegt hámark 70.000



XI. KAFLI (77.-78. gr.). Óhreinkun vegar o.fl.


77. gr. Óhreinkun vegar o.fl.
1. - 2. mgr.: Munum fleygt eða þeir skildir eftir á vegi þannig að þeir hafa í för með sér hættu eða óþægindi fyrir umferð 10.000
78. gr. Rekstur búfjár
1. mgr.: Búfé rekið á vegi í þéttbýli án leyfis lögreglustjóra 5.000
2. mgr.: Of fáir gæslumenn við rekstur búfjár í dreifbýli 10.000
3. mgr.: Búfé ekki vikið fljótt og greiðlega úr vegi annarrar umferðar 5.000



XII. KAFLI (79.-87. gr.). Umferðarstjórn, umferðarmerki o.fl.


86. gr. Merkingar þegar röskun á vegi vegna vegavinnu eða af öðrum ástæðum veldur hættu.
Ófullnægjandi merking 5.000 - 20.000
87. gr. Spjöld, auglýsingar, ljósabúnaður og þess háttar sett á
eða í tengslum við umferðarmerki eða umferðarljós 5.000



XIII. KAFLI (88. – 99. gr.). Um fébætur og vátryggingu.


93. gr. Vátryggingarskylda vanrækt 10.000



VIÐAUKI II
Skrá yfir sektir og önnur viðurlög vegna brota á reglugerð
um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum
og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 136 3. mars 1995,
sbr. reglugerðir nr. 658/1998, nr. 768/2000 og nr. 851/2000.


Brot á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar varða að lágmarki sektum og sviptingu ökuréttar samkvæmt þessari skrá:

A. 6. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995 með síðari breytingum:
Aksturstími. Sektarfjárhæð kr.
Akstursdagur of langur:
allt að 4 klst. of langur 30.000
4 til 8 klst. of langur 50.000
meira en 8 klst. of langur 70.000
Heildaraksturstími á hálfum mánuði yfir 100 klst. 30.000

B. 7. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995 með síðari breytingum:
Hlé frá akstri.

Hlé ekki tekið:

eftir meira en 6 klst. samfelldan akstur 30.000
eftir meira en 9 klst. samfelldan akstur. Svipting 1 mánuður 50.000
eftir meira en 12 klst. samfelldan akstur. Svipting 2 mánuðir 70.000

C. 8. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3820/1985, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 136/1995 með síðari breytingum:
Hvíldartími.

Samfelld sólarhringshvíld of stutt:

styttri en 6 klst. 30.000
styttri en 4 klst. Svipting 1 mánuður 50.000
Samfelld vikuhvíld of stutt 50.000

D. 5. og 6. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. 3. gr. og IV. kafla reglugerðar (EBE) nr. 3821/1985:
Ökutæki ekki búið ökurita 30.000
Ökuriti starfar ekki sem skyldi 20.000
Skráningarblað notað lengur en í einn sólarhring 20.000
Skráningarblað ekki rétt útfyllt 20.000

E. 6. gr. reglugerðar nr. 136/1995, sbr. VI. kafla í I. viðauka við reglugerð (EBE) nr. 3821/1985:
Ökutæki ekki fært til reglubundinnar skoðunar á 6 ára fresti 40.000



VIÐAUKI III
Skrá yfir sektir vegna brota á
reglugerð um flutning á hættulegum farmi, nr. 984 27. desember 2000.

Tegund brots Sektarfjárhæð kr.
2. gr. Almenn ákvæði
1. mgr.: Eigi farið eftir ADR-reglum, með viðaukum A og B, eins og þær eru í gildi hverju sinni 20.000
2. mgr.: Eigi farið eftir EB-tilskipun nr. 95/50 og viðaukum við þá tilskipun, við eftirlit með flutningum 20.000
5. gr. Flokkun efna og vara
1. mgr.: Efni eða vörur eigi rétt flokkaðar áður en þær eru afhentar til flutnings 20.000
6. gr. Umbúðir og merkingar þeirra
1. mgr.: Umbúðir uppfylla ekki kröfur ADR-reglna 20.000
2. mgr.: Umbúðir eigi merktar með SÞ-númeri 20.000
7. gr. Flutningsskjöl
2. mgr.: Farmur afhentur til flutnings án tilskilinna gagna 20.000
Flutningsaðili tekur við efni eða vöru án fullnægjandi gagna 20.000
8. gr. Merking ökutækja
Vanrækt að:
Merkja ökutæki með fullnægjandi hættuskiltum 20.000
Merkja ökutæki með varúðarmerkjum 20.000
Tilgreina SÞ-númer og viðeigandi hættunúmer á hættuskilti 20.000
9. gr. Skortur á fylgibúnaði
1. mgr.: Skortur á slökkvibúnaði 60.000
2. mgr.: Skortur á öðrum tilgreindum búnaði 20.000
10. gr. Samlestun
Sprengifim efni og annar hættulegur farmur fluttur með sama ökutæki 50.000
Reglur um aðskilnaðarflokka eigi virtar, sbr. töflu í viðauka I. 20.000
Fóðurvörur eða matvæli flutt með hættulegum farmi, sem merktur er með varúðarmerkjum 6.1 eða 6.2 í viðauka I. 60.000
11. gr. Viðurkenning flutningseininga
Flutningseining notuð án þess að hafa tilskilda viðurkenningu 20.000
12. gr. Flutningur á sprengifimum efnum
Ökutæki, sem eigi hefur verið flokkað og viðurkennt, notað til flutnings á sprengifimum efnum 20.000
Meira flutt af sprengifimum efnum í einni flutningseiningu en heimilt er skv. töflu í viðauka V. 30.000
14. gr. Sérstök ákvæði
1. mgr.: Sérreglur um flutning á hættulegum farmi um jarðgöng eða brýr eigi virtar 20.000
2. mgr.: Meira en 50 kg sprengiefnis flutt með sama ökutæki án tilskilins leyfis lögreglustjóra, skv. reglugerð um sprengiefni 20.000
Tilkynningarskyldu til lögreglustjóra vegna flutnings hættulegra efna eigi sinnt 20.000
3. mgr.: Ferming eða afferming (umferming) ökutækis með hættulegan farm ef um er að ræða efni skv. viðauka B í ADR-reglum og töflu í viðauka VI:
Á almennu svæði í þéttbýli án leyfis lögreglu 60.000
Utan þéttbýlis án þess að tilkynna lögreglu 20.000
4. mgr.: Ökutæki, sem flytur hættulegan farm í samræmi við viðauka B
í ADR-reglum og viðauka VII, eigi vaktað 20.000
5. mgr.: Ökutæki, með hættulegan farm eða hættuleg efni, samkvæmt viðauka B í ADR-reglum og viðauka VIII, stöðvað lengur en lögregla hefur heimilað nálægt íbúðarhúsnæði eða svæði þar sem almenningur á erindi. 20.000
6. mgr.: Farþegi í ökutæki án undanþágu, sbr. viðauka B í ADR-reglum og viðauka IX. 20.000
16. gr. Réttindi ökumanna
1. mgr. Flutningur á hættulegum farmi án réttinda í samræmi við ADR-reglur sem staðfest eru með starfsþjálfunarvottorði 30.000
2. mgr. Ekið án aðstoðarmanns við flutning á sprengifimum vörum 20.000
Aðstoðarmaður eigi með réttindi í samræmi við ADR-reglur sem staðfest eru með starfsþjálfunarvottorði 20.000



Þetta vefsvæði byggir á Eplica