Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 31. maí 2012

108/2009

Reglugerð um kröfur varðandi beitingu reglna um samskipti milli flugstjórnardeilda við skeytasendingar vegna flugs.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um kröfur um beitingu samskiptareglna skeytasendinga vegna flugs við upplýsingaskipti milli fluggagnavinnslukerfa sem notaðar eru við tilkynningu, samræmingu og yfirfærslu upplýsinga um flug milli flugstjórnardeilda og að því er varðar samræmingu milli borgaralegra yfirvalda og hermálayfirvalda, í samræmi við reglugerð um kröfur um sjálfvirkt kerfi til að skiptast á fluggögnum milli flugstjórnardeilda.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um:

  1. fjarskiptakerfi sem styðja verklagsreglur fyrir samræmingu milli flugstjórnardeilda með því að nota fyrirkomulag jafningjafjarskipta og veita almennri flugumferð þjónustu og
  2. fjarskiptakerfi sem styðja verklagsreglur fyrir samræmingu milli flugumferðarþjónustudeilda og herflugumferðarstjórnardeilda með því að nota fyrirkomulag jafningjafjarskipta.

3. gr. Framkvæmd.

Fjarskiptakerfi samkvæmt b)-lið 2. gr. skulu nota samskiptareglur skeytasendinga vegna flugs í samræmi við kröfur um rekstrarsamhæfi sem tilgreindar eru í I. viðauka fylgiskjals I við reglugerð þessa.

Sannprófun á kerfum sem um getur í b)-lið 2. gr. skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar (EB) nr. 633/2007 um rekstrarsamhæfi, sbr. fylgiskjal I.

Flugmálastjórn Íslands hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

4. gr. Málskotsréttur.

Ákvarðanir Flugmálastjórnar Íslands sæta kæru samkvæmt almennum reglum stjórnsýslulaga.

5. gr. Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr. Innleiðing gerða.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 633/2007 um kröfur vegna beitingar samskiptareglna skeytasendinga vegna flugs sem eru notaðar við tilkynningu, samræmingu og yfirfærslu upplýsinga um flug milli flugstjórnardeilda, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 167/2007, frá 7. desember 2007. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, 19. febrúar 2009, bls. 166.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 283/2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 633/2007 að því er varðar umbreytingarfyrirkomulagið sem um getur í 7. gr., sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 151/2011, frá 2. desember 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, 1. mars. 2012, bls. 303.

7. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Fyrir kerfi sem þegar eru í notkun og falla undir 2. gr. reglugerðarinnar, kemur reglugerðin til framkvæmda 20. apríl 2011.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.