Samgönguráðuneyti

1179/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 631/2008 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu. - Brottfallin

1. gr.

Í ákvæði til bráðabirgða breytist dagsetning þannig að í stað 31. desember 2008 kemur 1. júní 2009.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og tekur þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 19. desember 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica