Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Breytingareglugerð

647/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

Á eftir grein 01.104 reglugerðarinnar kemur ný grein, 01.105, sem verður þannig orðuð:

01.105 Námuökutæki.
(1) Ökutæki sem er vörubifreið eða eftirvagn sem getur verið hannað stærra en hámarksgildi í reglugerð þessari segja til um og ætlað er til efnisflutninga utan vega og innan afmarkaðra vinnusvæða.

2. gr.

Grein 01.206 reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Á eftir grein 03.70 reglugerðarinnar kemur ný grein, 03.105, sem verður þannig orðuð:

03.105 Námuökutæki.
(1) Við viðurkenningu til skráningar á námuökutæki skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)a og 03.05 (3)a. Þó skal framvísa upplýsingum um merkingu tákna í verksmiðjunúmeri eftir því sem við á. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.

4. gr.

Grein 03.206 reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 22. júní 2005.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.