Á eftir grein 01.104 reglugerðarinnar kemur ný grein, 01.105, sem verður þannig orðuð:
01.105 | Námuökutæki. |
(1) | Ökutæki sem er vörubifreið eða eftirvagn sem getur verið hannað stærra en hámarksgildi í reglugerð þessari segja til um og ætlað er til efnisflutninga utan vega og innan afmarkaðra vinnusvæða. |
Grein 01.206 reglugerðarinnar fellur brott.
Á eftir grein 03.70 reglugerðarinnar kemur ný grein, 03.105, sem verður þannig orðuð:
03.105 | Námuökutæki. |
(1) | Við viðurkenningu til skráningar á námuökutæki skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)a og 03.05 (3)a. Þó skal framvísa upplýsingum um merkingu tákna í verksmiðjunúmeri eftir því sem við á. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á. |
Grein 03.206 reglugerðarinnar fellur brott.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.