Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

42/2007

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 793/2004 frá 21. apríl 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 793/2004 frá 21. apríl 2004 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum, sem vísað er til í lið 64b í XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 154/2004 frá 29. október 2004, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 20 frá 2005, bls. 21.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. c laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 4. janúar 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica