Samgönguráðuneyti

991/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lögskráningu sjómanna, nr. 880/2001, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 4. gr. orðist svo:
Öryggisfræðslu skipverja skal endurnýja eigi sjaldnar en á fimm ára fresti með námskeiði við Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila. Óheimilt er að ráða mann til starfa á íslenskt skip nema hann hafi endurnýjað öryggisfræðslu við Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila. Við lögskráningu skal lögskráningarstjóri krefjast yfirlýsingar um að skipverji hafi gengist undir öryggisfræðslunámskeið á síðastliðnum fimm árum. Ef slíka yfirlýsingu vantar skal ekki lögskráð fyrr en úr því hefur verið bætt. Skipverjar sem gengust undir námskeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila fyrir 1. september 2001 hafa frest til að gangast undir slíkt námskeið fyrir 31. desember 2006.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 5. mgr. 7. gr. laga um lögskráningu sjómanna nr. 43/1987 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Samgönguráðuneytinu, 6. desember 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica