Samgönguráðuneyti

189/1975

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Grímsey, nr. 120 14. september 1959, sbr. rglugerðir nr. 148/1970 og 285/1972. - Brottfallin

1. gr.

VII: kafli orðist þannig:

 

Um gjöld til hafnarinnar. 

2. gr.

20. grein orðist þannig: Gjöld til hafnarsjóðs skulu innheimt samkvæmt gjaldskrá, er hafnarstjórn semur og samgönguráðuneytið staðfestir.

 

3. gr.

Greinar 21-31 falla niður og breytist röð eftirfarandi greina og kafla í samræmi við það.

4. gr.

1. setning í 2.málsgein 33.gr., sem verður 22. gr., orðist þannig:

Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum má ákveða þær af þremur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum.

5. gr.

37. grein, sem verður 26. grein, orðist þannig:

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að 100 þúsund kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum.

 

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum, nr. 45 24. apríl 1973, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 7.mars 1975.

 

Halldór E. Sigurðsson.

Kristinn Gunnarssson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica