Samgönguráðuneyti

148/1970

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Grímsey, nr. 120 14. September 1959. - Brottfallin

1.gr.

Yfirskrift VII. kafla verði: Um lestagjöld.

 

2. gr.

21. grein reglugerðarinnar orðist þannig:

A. Skip og bátar, 12 brúttórúmlestir að stærð og stærri, sem eru í eign manna búsettra í Grímsey og gerðir út þaðan til fiskveiða og flutninga, svo og önnur skip og bátar, sem gerðir eru út frá Grímsey a. m. k. tveggja mánaða tíma á ári, skulu greiða lestagjald einu sinni á ári, kr. 5.00 of hverri brúttórúmlest skips eða báts, þó aldrei minna en kr. 100.00 á ári.

B. Önnur innlend fiskiskip, 12 til 50 brúttórúmlestir, greiði kr. 1.50 fyrir hverja brúttórúmlest i hvert skipti, er þau koma til hafnarinnar, en eigi skulu þau greiða lestagjald þetta oftar en tvisvar á sama mánuði, þó þau komi oftar til hafnarinnar.

C. Öll önnur skip, er ti1 hafnarinnar koma (nema þau sem undanþegin eru lestagjaldi skv. 20. gr.) skulu greiða kr. 0.70 lestagjald fyrir hverja brúttórúmlest í hvert skipti, er þau koma til hafnarinnar. Strandferðaskip, sem sigla eftir fyrirfram auglýstri áætlun, greiði hálft lestagjald.D. Hafi skip, gjaldskylt skv. B-1ið, legið 6 daga, skal það greiða lestagjald að nýju fyrir hverja 6 daga eða brot úr þeim. Þó skal flutningaskip, sem bíður eftir farmi, ekki greiða gjaldið fyrr en eftir 10 daga. Verði skip veðurteppt, telst sá tími ekki með.

E. Lestagjaldið er þegar fallið í gjalddaga, er skipið hefur varpað akkerum á hafnarsvæðinu.

Auk hafnargjalds greiða fiskiskip 12-50 brúttórúmlestir í bryggjugjald f hvert sinn er þau leggjast að bryggju, kr. 1.00 of brúttórúmlest, þó aldrei minna en kr. 25.00.

Öll fiskiskip, 50 brúttórúmlestir og stærri, greiði kr. 0.30 á brúttórúmlest.

 

3. gr.

22. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:

Vélbátar, 5 rúmlestir og minni, sem eru í eign manna búsettra í Grímsey, greiði kr. 300.00 á ári í hafnar- og bryggjugjöld.

Vélbátar, 5-12 rúmlestir brúttó, greiði kr. 600.00 i hafnar- og bryggjugjöld.

 

4. gr.

Á eftir 3. málsgrein 31. greinar reglugerðarinnar komi ný málsgrein, sem verði 4. málsgrein svo hljóðandi:

Undanþegin bryggjugjaldi eru herskip, varðskip, björgunarskip, skip sem hafa skírteini sem skemmtiferðaskip, skip, sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna, skip, sem leita hafnar vegna veðurs, en hafa ekki samband við land, og skip, sem sannað er fyrir sjórétti, að hafi orðið að leita hafnar vegna sjótjóns.

 

5. gr.

37. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 100 000.00, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Sektirnar renna í hafnarsjóð Grímseyjarhrepps.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum nr. 48 29. apríl 1967, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 26. maí 1970.

 

Ingólfur Jónsson.

Kristinn Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica