Samgönguráðuneyti

450/1999

Reglugerð um einelti loftfara í almenningsflugi. - Brottfallin

Felld brott með:

1. gr.

Orðskýringar.

Í reglugerð þessari eru eftirgreind hugtök notuð í þeirri merkingu sem hér er skilgreint.

Almenningsflug: Flug í samræmi við reglur, sem settar eru af flugmálayfirvöldum, og

starfrækt er undir eftirliti eða stjórn Flugmálastjórnar Íslands sem fer með

flugumferðarþjónustu fyrir allt flug annað en herflug. Almenningsflug tekur hvort tveggja til

atvinnuflugs og einkaflugs (Civil aviation).

Einelti loftfars: Það að fljúga í veg fyrir loftfar eða elta það uppi til þess að gefa stjórnendum

þess fyrirmæli um að breyta ferli (Interception). Einelti í skilningi þessarar reglugerðar tekur

ekki til þeirrar þjónustu sem veitt er loftfari í neyð.

2. gr.

Efnisreglur.

Fylgja skal þeim efnisreglum sem gefur að finna í gr. 3.8. í fylgiskjali með auglýsingu nr. 55/1992 um setningu flugreglna, með síðari breytingum og þeim viðaukum sem þar er vísað til.

3. gr.

Refsiákvæði.

Brot flugstjóra, sem sætir einelti, á fyrirmælum sem hann fær við þær aðstæður skulu varða fangelsi allt að fimm árum.

4. gr.

Gildistaka o.fl.

Tilefni reglugerðar þessarar er staðfesting af Íslands hálfu á viðauka við 3. gr. alþjóðaflugsáttmálans (3. gr. bis) sem samþykktur var á þingi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar 10. maí 1984 þar sem aðildarríki lýsa því yfir að sérhvert ríki verði að forðast að grípa til vopna gegn almenningsloftförum á flugi.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 145. gr., sbr. 3. mgr. 76. gr. og 77. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 18. júní 1999.

Sturla Böðvarsson.

Halldór S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica