Samgönguráðuneyti

120/1959

Hafnarreglugerð fyrir Grímsey. - Brottfallin

I. KAFLI

Takmörk hafnarinnar.

1. gr.

Grímseyjarhöfn takmarkast að norðan af línu, sem hugsast dregin í réttvís­andi vestur frá Hrauntanga, 1000 metra frá landi en að sunnan af samsiða, jafn­langri línu úr Borgarhöfða. Að vestan takmarkast hafnarsvæðið af línu, sem hugsast dregin milli vesturenda þessara lína.

 

II. KAFLI

Stjórn hafnarinnar.

2. gr.

Hreppsnefnd Grímseyjarhrepps hefur á hendi stjórn hafnarmálanna undir yfir­stjórn samgöngumálaráðuneytisins.


 

3. gr.

            Að nýafstöðnum hreppsnefndarkosningum skal hreppsnefnd Grímseyjarhrepps kjósa 3 menn í hafnarnefnd og jafn marga til vara, ef henni þykir það vera hagkvæmara en að fara með þessi mál sjálf.  Kjörtímabil hafnarnefndar er hið sama og hreppsnefndar.  Hafnarnefnd eða hreppsnefnd sér um viðhald og endurbætur hafnarinnar og stjórnar öllum framkvæmdum, er þar að lúta.  Hafnar­nefnd annast reikningshald og fjárvörzlu hafnarsjóðs, fyrir hönd hreppsins, enda ber sveitarsjóður ábyrgð á eignum og skuldbindingum hafnarsjóðssjóðs.

 

4. gr.

            Hafnarnefnd eða hreppsnefnd ræður hafnarvörð og aðra starfsmenn hafnarinnar, setur þeim starfsreglur og ákveður laun þeirra, enda komi samþykki hreppsnefndar til.  Hafnarvörður skal í forföllum sínum setja annan mann í sinn stað, sem hafnarnefnd samþykkir, og skal sá maður hafa sama vald og hafnarvörður.  Rísi ágreiningur um ráðningu starfsmanna eða laun þeirra, sker hreppsnefnd úr.

            Hafnarnefnd kýs sér formann, er boðar til funda og stýrir þeim, sér um bókanir á fundargerðum og ályktunum nefndarinnar og hefur umsjón og eftirlit með fjármálum hafnarinnar.

            Hafnarnefnd hefur fundi svo oft, sem þurfa þykir og er formaður hafnarnefndarinnar skyldur að boða til fundar, æski einn nefndarmanna þess.

 

5. gr.

            Við lok hvers rekstursárs skal hafnarnefnd semja reksturs- og efnahagsreikning hafnarsjóðs, og ber henni að hafa fullgert reikninginn ekki síðar en í febrúarlok næsta reikningsárs.  Reikningar skulu endurskoðaðir og úrskurðaðir á sama hátt og reikningar sveitarsjóðs Grímseyjarhrepps.

            Fyrir 1. nóvember ár hvert skal hafnarnefnd hafa samið og lagt fyrir hreppsnefnd frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld hafnarinnar á komandi ári.  Hreppsnefnd skal síðan fullsemja áætlunina og senda hana samgöngumálaráðuneytinu til staðfestingar fyrir árslok, ásamt nauðsynlegum skýringum á gjalda- og tekjuliðum.

 

6. gr.

            Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari renni í hafnarsjóð Grímseyjarhrepps, er varið skal til byggingar hafnarmannvirkja og viðhalds á þeim, svo og til annarra umbóta á hafnarsvæðinu.

 

7. gr.

            Reikningsár hafnarsjóðs er almanaksárið.

 

III. KAFLI

Um legu skipa og umferð þeirra á höfninni

8. gr.

            Fiskiskip og önnur skip, er ekki ferma né afferma, mega aldrei leggjast svo á höfnina, að þau tálmi affermingu annarra skipa og skulu þau í hvert skipti skyld að hlýða boðum hafnarvarðar, eða annarra starfsmanna hafnarinnar um það hvar þau megi liggja eða leggjast.

            Aldrei mega nein skip leggjast svo nærri bryggju, að eigi sé nægilegt svigrúm fyrir önnur skip, að komast að eða frá.

            Tregðist eigandi, skipstjóri eða umráðamaður skipa við að hlýða boðum hafnarvarðar, um að flytja skip sitt, bát eða strengi á höfninni, getur hafnarvörður látið gera það á kostnað eiganda.

 

9. gr.

Enginn má leggja sérstök legugögn í höfnina nema með leyfi hafnarvarðar, og skal hann ákveða, hvar þau skuli lögð.

Í hverju skipi, að undanskildum skipum sem hafa leyfi hafnarvarðar til að liggja mannlaus í lægi hafnarinnar, skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, er geti tekið á móti skipunum hafnarvarðar og látið framkvæma þær, hvort heldur er að færa skipið, eða framkvæma eitthvað annað samkvæmt reglugerð þessari.

 

10. gr.

Ekki má festa skip við bólvirki né bryggju, nema við festarhring eða festarstólpa. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð á bryggjunni eða bólvirki, þyki þess ekki nægilega gætt, má krefjast að bætt sé úr því tafarlaust. Skylt er að hafa tryggar hlífar á milli skips og bryggju eða bólvirkja.

 

11. gr.

Vélskip mega ekki láta vélar gangs með svo miklu afli, að öðrum skipum eða mannvirkjum stafi hætta af því. Ekki má hleypa vatni á bryggju eða bólvirki að óþörfu.

 

12. gr.

Ef skip lendir á grynningum eða sekkur, þar sem það að áliti hafnarnefndar tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burt svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarnefnd láta færa skipið burt á kostnað eiganda og er henni heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur.

Hrökkvi andvirði hins selda skips, ekki fyrir kostnaðinum, er eigandi þess ábyrgur fyrir eftirstöðvunum.

 

IV. KAFLI

Um notkun bryggju og bólvirkja.

13. gr.

Venjulega er skipum heimilt að leggjast við bryggju og bólvirki hafnarinnar í þeirri röð, sem þau koma. Þó skulu þau skip, sem sigla eftir fastri auglýstri ferða­áætlun og flytja póst, hafa rétt til að leggjast að bryggjum og bólvirkjum, þótt önnur skip liggi þar fyrir og verða þau þá að víkja meðan hin eru afgreidd. Sams konar rétt hafa vélskip fram yfir seglskip. Sé fermingu eða affermingu skips eigi haldið áfram með hæfilegum hraða að áliti hafnarvarðar, ber því að víkja fyrir öðrum skipum er hann krefst þess. Enn fremur getur hafnarvörður vísað skipum frá bryggjum og bólvirkjum, áliti hann það nauðsynlegt vegna veðurs.

 

14. gr.

Ef nauðsyn ber til að skipum, sem ferma eða afferma við bryggjur sé lagt hlið við hlið er heimilt að flytja farm þeirra skips, sem utar liggja, yfir þilfar hinna á bjálkabrúm. Svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skips, sem utar liggja heimil nauðsynleg umferð um þilfar þeirra skips, sem nær liggja.

 

15. gr.

Við upp- og útskipun á kjölfestu, sandi og öðru slíku, er skylt að hafa nægi.. legs sterka hlífðardúka milli skips og bryggju, svo ekkert falli fyrir borð: Sé þess ekki gætt getur hafnarvörður stöðvað verkið, unz úr er bætt.


 

16. gr.

Þeir munir eða vörur, sem affermdar eru eða látnar í skip, mega ekki liggja á bryggju né bólvirkjum og eigi annars staðar á landi hafnarinnar, nema á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með leyfi hafnarvarðar. Skal flytja vörur og muni brott jafnskjótt og hann krefst þess. Sé því ekki sinnt, getur hafnar­vörður látið flytja vöruna burtu á kostnað eiganda. Hafnarnefnd ber ekki ábyrgð á skemmdum eða tapi á vörum, sem liggja í greinarleysi á bryggju eða hafnar­lóðinni.

Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar eða bryggjum, ef þeir með því tálma fermingu eða affermingu skipa eða önnur störf, sem þar fara fram.

Skylt er hverjum þeim aðila, sem afnot hefur af hafnarbryggju eða hafnargarði til fiskaðgerða eða annars sjófangs að hreinsa í hvert sinn að aðgerð lokinni. Sé þess ekki gætt, getur hafnarvörður látið hreinsun fara fram á kostnað hlutað­eiganda.

 

V. KAFLI

Um almenna reglu.

17. gr.

Hafnarvörður sér um, að gætt sé almennrar reglu á höfninni og við hana. Er öllum skylt að hlýða boði hans og banni og enn fremur annarra þeirra starfsmanna, er hafnarnefnd setur til að gæta reglu. Þyki einhverjum sér óréttur ger, getur hann kært það fyrir hafnarnefnd, en skipunum hafnarvarðar eða annarra starfsmanna berg að hlýða tafarlaust.

Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sínu.

 

18. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa i skipum á höfninni. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má ekki kveikja eld eða ljós, nema í eldavélum skipsins og á ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar á þeim skipum og á því svæði, sem unnið er að fermingu þeirra eða affermingu, enda skal það greinilega auglýst. Álíti hafnarvörður, að hætta stafi af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, er honum heimilt að stöðva verkið, unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina eða á henni.

 

VI. KAFLI

Hafnarmannvirki einstakra manna eða félaga innan hafnarinnar.

19. gr.

Meðfram strandlengju hafnarinnar má ekki gera í sjó fram neina bryggju eða önnur mannvirki, né heldur breyta þeim mannvirkjum, sem fyrir eru, og ekki fylla upp eða dýpka út frá landi, nema hreppsnefnd hafi veitt samþykki til þess, að fengnum tillögum hafnarnefndar. Skjóta má úrskurði hreppsnefndar undir úrskurð sam­göngumálaráðuneytisins. Sé slíkt leyfi ekki notað innan eins árs fellur það úr gildi.

Sá sem fengið hefur leyfi til að gera slíkt mannvirki, skal halda því svo vel við, að engin hætta stafi af því. Brot gegn því varða sektum allt að 10 þúsund kr. og getur hreppsnefnd látið nema burtu mannvirkið á kostnað eiganda. Til meiri háttar framkvæmda og ráðstafana skal leita samþykkis samgöngu­málaráðuneytisins.


 

VII. KAFLI

Um lestagjöld og ljósagjöld.

20. gr.

Öll skip, hvort sem þau eru tóm eða hlaðin, skulu greiða hafnargjöld, sem miða skal við brúttórúmlestatölu skipsins í hvert skipti, er þau koma inn á hafnarsvæðið. þó með þessum undantekningum:

Herskip,varðskip, björgunarskip, skip sem hafa skírteini sem skemmtiferðaskip, skip, sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna, skip, sem leita hafnar vegna veðurs, en hafa ekki samband við land, og skip, sem sanna fyrir sjórétti, að þau hafi orðið að leita hafnar vegna sjótjóns.

 

21. gr.

A. Skip og bátar, 12 brúttórúmlestir að stærð og stærri, sem eru í eign manna búsettra í Grímsey og gerðir út þaðan til fiskveiða, og flutninga, svo og önnur skip og bátar, sem gerðir eru út frá Grímsey a. m. k. tveggja mánaða tíma á ári, skulu greiða lestagjald einu sinni á ári, 2.50 krónur af hverri brúttó rúmlest skips eða báts, þó aldrei minna en kr. 62.50 á ári.

B. önnur innlend fiskiskip, 12 til 50 brúttórúmlestir, greiði 75 aura fyrir hverja brúttó rúmlest í hvert skipti, er þau koma til hafnarinnar, en eigi skulu þau greiða lestagjald þetta oftar en tvisvar á sama mánuði, þó þau komi oftar til hafnarinnar.

C. Öll önnur skip, er til hafnarinnar koma (nema þau sem undanþegin eru lesta­gjaldi skv. 20. gr.) skulu greiða 35 aura lestagjald fyrir hverja brúttórúmlest í hvert skipti, er þau koma til hafnarinnar. Strandferðaskip, sem sigla eftir fyrirfram auglýstri áætlun, greiði þó aðeins 25 aura lestagjald af brúttórúmlest.

D. Hafi skip, gjaldskylt skv. B-1ið, legið 6 daga, skal það greiða lestagjald að nýju fyrir hverja 6 daga eða brot úr þeim. Þó skal flutningaskip, sem bíður eftir farmi, ekki greiða gjaldið fyrr en eftir 10 daga. Verði skip veðurteppt, telst sá tími ekki með.

E. Lestagjaldíð er þegar fallið í gjalddaga, er skipið hefur varpað akkerum á hafnarsvæðinu.

Auk hafnargjalds greiða fiskiskip 12-50 brúttó rúmlestir í bryggjugjald í hvert sinn, er þau leggjast að bryggju, 60 aura af brúttó rúmlest, þó aldrei mínus en 12.50 krónur.

Öll fiskiskip, 50 brúttó rúmlestir og stærri, greiði 30 aura á brúttó rúmlest.

 

22. gr.

Vélbátar, 5 rúmlestir og minni, sem eru í eign manna búsettra í Grímsey, greiði kr. 185.00 á ári í hafnar- og bryggjugjöld.

Vélbátar, 5-12 rúmlestir brúttó, greiði kr. 375.00 í bryggju- og hafnargjöld.

 

23. gr.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum og skepnum, sem útskipað er eða af­skipað á höfninni, með þeim undantekningum, sem um getur í næstu greinum.

 

24. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skipsins eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast á land, nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft vöru­gjald.

Af vörum, sem settar eru í land, en eiga að fara aftur með sama skipi, greiðist ekkert vörugjald.


 

25. gr.

Þessar vörur eru algerlega undanþegnar vörugjaldi:

A. Umbúðir, sem endursendar eru, enda sé þess getið á farmskrá.

B. Vistir og aðrar nauðsynjar skipa og báta til eigin nota, sem, fluttar eru úr landi.

C. Póstflutningur og venjulegur farþegaflutningur.

 

26. gr.

Vörugjaldið skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum, af hverri send­ingu sérstaklega. Brot úr gjaldeiningu telst heil gjaldeining. Fara skal eftir farm­skrá skipa við útreikning vörugjalds, og eru skipstjórar eða afgreiðslumaður skipa skyldir til að láta hafnarnefnd í té afrit af farmskrá skipsins. Sé engin farmskrá, skal skipstjóri eða formaður báts gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem skip hans hefur fermt eða afferent. Þyki hafnarnefnd ástæða til, getur hún hvenær sem er látið ákveða vörumagn á þann hátt, er hún telur hentugast. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið greiðir skipið kostnaðinn. Ef ýmsar vörutegundir eru i sendingu, skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund, sem hæst gjald skal greiða af.

 

27. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því, sem vörugjaldskrá tiltekur, og gjald greiðast eftir því, sem þar segir.

Ef vafi leikur á í hverjum flokki skuli telja einhverja vöru, úrskurðar hafnar­nefnd, en úrskurði hennar má áfrýja til hreppsnefndar.

Vörugjaldskrá.

28. gr.

Aðfluttar vörur:

1. flokkur. Gjald 2.50 kr. fyrir hver 100 kg: Sement, olíur, benzín, áburður, kol, salt.

2. flokkur. Gjald 3.75 kr. fyrir hver 100 kg:

Alls konar kornvörur, sykur, fóðurvörur.

3. flokkur. Gjald 5.00 kr. fyrir hver 100 kg:

Járnvörur, vélar, saltur og fullverkaður fiskur, annar en skreið.

4. flokkur. Gjald 6.25 krónur fyrir hver 100 kg:

Vefnaðarvara, tóbak, smjörlíki, fiskumbúðir, skreið, byggingarvörur, máln­ingarvörur og alls konar aðrar vörur, sem reiknaðar eru eftir þyngd.

5. flokkur. Gjald 60 aurar fyrir hvert teningsfet:

Trjáviður.

6. flokkur. Gjald 1.25 krónur fyrir hvert teningsfet:

Hljóðfæri, húsgögn og aðrar vörur, sem reiknast eftir máli.

7. flokkur. Gjald 12.50 krónur fyrir hvern grip:

Stórgripir.

8. flokkur. Gjald 6.25 krónur fyrir hvern grip:

Sauðfé.

9. flokkur. Gjald 2.50 krónur fyrir hverja tunnu.

Síld.

10. flokkur. Gjald kr. 4.35 fyrir hverja tunnu:

Hrogn alls konar, hrognkelsi, kjöt, lýsi og aðrar vörur, sem sendar eru í tunnum, og ekki eru áður tilgreindar.

11. flokkur. Gjald kr. 1.25 fyrir hvert stykki:

Tómar tunnur eða föt, uppsett eða óuppsett. Allar aðrar endursendar um­búðir eru undanþegnar vörugjaldi.

12. flokkur. Gjald kr. 62.50 fyrir hvert stykki:

Bifreiðar og landbúnaðarvélar alls konar.

13. flokkur. Gjald kr. 1.85:

Fyrir hverja smásendingu, sem er aðeins hluti úr einingu.

 

29. gr.

Skipstjóri eða formaður ber ábyrgð á greiðslu lestagjalds og bryggjugjalds. Hafnarsjóður hefur haldsrétt á skipum unz gjöldin eru greidd.

Þegar gjalddagar eru ekki ákveðnir í reglugerð þessari, skal greiða gjöldin, áður en skipið fer burt úr höfninni.

 

30. gr.

Gjald fyrir vörur, sem um getur í 28. gr., greiðir eigandi eða umboðsmaður hans, og hefur hafnarsjóður haldsrétt á vörunni, unz gjaldið er greitt. Vörugjaldið af vörum, sem lagðar eru í land á hafnarsvæðinu, fellur í gjalddaga um leið og varan er sett á land og vörugjöld af vörum, sem fluttar eru úr höfninni, fellur í gjalddaga þegar varan er komin á skip. Afgreiðslumaður skipsins skal standa skil á greiðslu vörugjaldsins.

Ef skip eða bátur hefur ekki farm sinn skráðan, ber skipstjóri eða formaður ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.

 

VIII. KAFLI

Um bryggjugjöld.

31. gr.

Hvert skip, sem leggst við bryggju eða bólvirki, hvar sem er á höfninni eða að skipi, sem liggur við bryggju eða bólvirki, skal greiða bryggjugjald, eftir stærð skipsins, talið í heilum brúttó rúmlestum, en broti skal sleppa.

Fyrir sérstaka notkun á bryggju, bólvirkjum og uppfyllingum, svo sem aðgerð á fiski, flökun, fiskverkun, síldarsöltun o. fl., skal hafnarnefnd ákveða sérstakt gjald, eða semja við viðkomandi aðila.

Forgangsrétt að bryggju og bólvirkjum, svo og að flytja vörur að og frá skipum um hafnarsvæðið hafa þeir, sem annast affermingu og fermingu skipa. Er allri annarri starfsemi skylt að víkja fyrir þeim vöruflutningum, sem um bryggju eða hafnarsvæðið þurfa að fara við losun eða lestun flutningaskipa.

 

IX. KAFLI

Um innheimtur og greiðslur hafnargjalda.

32. gr.

Hafnarnefnd eða umboðsmaður hennar sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hans eða hafnarnefndar.

 

X. KAFLI

Ýmis ákvæði.

33. gr.

Um skaðabótaskyldu fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.

Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur fyrir skemmdir á höfn­inni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, skulu þær ákveðnar af þremur óvilhöllum dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því að matsgerð er lokið. Yfirmat skal fara fram af fimm dómkvöddum mönnum.

Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, er þess krafðist, ef matsupphæðinni verður ekki breytt til hækkunar, er nemur 10% af hinni ákveðnu skaðabótaupphæð. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

 

34. gr.

Seglfestu, sand og möl eða annað efni til byggingar er bannað að taka á hafnar­svæðinu, nema með leyfi hafnarnefndar og landeiganda. Beitutaka er bönnuð á hafnarsvæðinu, nema með leyfi hafnarnefndar, sem ákveður gjaldið fyrir beitu­tökuna.

 

35. gr.

Enginn sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglu­gerð þessari, má fara burt úr höfninni, meðan mál hans stendur yfir óútkljáð, nema hann setji tryggingu, er hafnarnefnd tekur gilda.

 

36. gr.

Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýrimanni, ef skipstjóri er eigi á skipinu og eigi heldur umboðsmaður hans. Ef stýrimaður er fjarverandi má gefa einhverjum öðrum af skipshöfninni skipunina og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

 

37. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum allt að 10 þúsund kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Sektirnar renna í hafnarsjóðs Grímseyjarhrepps.

 

38. gr.

Mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara með að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um hafnargerðir og lend­ingarbætur, nr. 29 23. apríl 1946, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgöngumálaráðuneytið, 14. September 1959.

 

Emil Jónsson.

Brynjólfur Ingólfsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica