Innviðaráðuneyti

742/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi.

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt bráðabirgðaákvæði sem hljóðar svo:

Til 1. september 2022 er flutningur sýna sem tekin eru til greiningar á apabólu (e. monkeypox), frá sýnatökustað og á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, undanþeginn skilyrðum reglugerðar þessarar um flutning hættulegs farms öðrum en þeim sem varða umbúðir og merkingu þeirra.

 

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 22. júní 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica