Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1186/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

1. gr.

Innleiðing.

Við 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/158 frá 5. febrúar 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/799 að því er varðar innbyggðan vigtunar­búnað.

 

2. gr.

Með reglugerð þessari er innleidd framkvæmdarreglugerð framkvæmdarstjórnarinnar (ESB) 2020/158 frá 5. febrúar 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/799 að því er varðar innbyggðan vigtunarbúnað sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 69, frá 29.10.2020, bls. 608-609.

 

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 54. og 69. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 19. nóvember 2020.

 

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Jónas Birgir Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica