Leita
Hreinsa Um leit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

533/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 772/2010 um upplýsingaþjónustu flugmála.

1. gr.

Við 9. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi ný 3. mgr:
Þrátt fyrir ákvæði í viðauka um útgáfu Flugmálahandbókar á pappír er heimilt að gefa handbókina út á rafrænu formi eingöngu, enda sé kröfum um útgáfuna að öðru leyti fylgt.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 2. júní 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica