Innanríkisráðuneyti

1181/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

2. gr.

Við VIII. kafla bætist ný grein, 39. gr., sem verður svohljóðandi:

Samgöngustofu er heimilt að veita og framlengja undanþágu frá ákvæðum ADR-reglna til allt að 3 ára í senn, fyrir ökutæki og farmgeyma, sem framleidd voru fyrir 1. janúar 1997 og notuð hafa verið til að flytja hættulegan farm, varðandi:

  1. ökutæki, reglur um:
    1. sérstaka vörn á rafleiðslum;
    2. sérstaka raftengingu við ökurita;
    3. vörn fyrir farmgeymi;
    4. læsivörn á hemlum;
    5. aukahemla (útblásturshemla og/eða drifskaftshemla).
  2. farmgeymi, reglur um viðurkenningu.

Undanþágan er bundin því skilyrði að farmgeymi og búnaði, sem fyrir er í ökutæki, sé haldið þannig við að hann sé í fullkomnu lagi. Ökutæki skal að öðru leyti uppfylla ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja.

Samgöngustofa skal halda sérstaka skrá yfir ökutæki og farmgeyma sem falla undir ákvæðið og skulu eigendur þeirra senda Samgöngustofu skýrslu í síðasta lagi 31. desember ár hvert um stöðu úreldinga á ökutækjum og farmgeymum.

Beiðni um undanþágu til Samgöngustofu skulu fylgja gögn því til stuðnings að ökutækið uppfylli skilyrði 3. mgr. og ákvæðisins að öðru leyti.

Notkun ökutækis sem fær undanþágu samkvæmt ákvæði þessu er einungis heimil innan­lands.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 9. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica