Innanríkisráðuneyti

1002/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

1. gr.

Hvar sem orðin "Vegagerðin" og "Umferðarstofa", í hvers konar beygingarfalli, koma fyrir í reglugerðinni, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

54. gr. með fyrirsögninni "Áhættumatskerfi" skal orðast svo:

Samgöngustofa skal koma upp áhættumatskerfi varðandi fyrirtæki. Skal kerfið byggjast á hlutfallslegum fjölda brota fyrirtækja og ökumanna þeirra á aksturs- og hvíldartíma­reglum og alvarleika brotanna. Brot sem skapa mikla hættu eða hættu á alvarlegu líkamstjóni, skulu teljast alvarlegust samkvæmt kerfinu.

Hafa skal meira og tíðara eftirlit með fyrirtækjum sem flokkast sem áhættusöm sam­kvæmt áhættumatskerfinu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 44. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 29. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica