Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

786/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug flugvéla nr. 1263/2008. - Brottfallin

1. gr.

Nýr viðauki, viðauki III, sem er að finna í viðauka við reglugerð þessa, bætist við.

2. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hluti af orðskýringum sem birtast í þeim hluta viðauka 6, við stofnsáttmála Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um alþjóðlegt almenningsflug (Convention on International Civil Aviation) (Chicago-samningurinn), sem snýr að flutningaflugi flugvéla (Operation of Aircraft).

3. gr.

Viðauki.

Viðauki sem fylgir reglugerð þessari skal vera hluti hennar.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. mgr. 28. gr., 31. gr., 4. mgr. 37. gr., 80. gr., 85. gr. a, sbr. 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. september 2010.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica