Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

801/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 866/2009, um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 113/2003. - Brottfallin

1. gr.

Annar málsliður 1. gr. orðist svo:

Jafnframt skal við útreikning meðaltals skv. b-, c- og d-lið sleppa alveg einstaka sveitarfélögum þar sem tekjur eða íbúafjöldi hafa veruleg áhrif á niðurstöðu innan viðkomandi flokks.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 19. október 2010.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica