Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

670/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

26. gr. breytist þannig:

Í stað 4. mgr. 26. gr. kemur ný málsgrein sem orðist svo:

Æfingaakstur í ökugerði eða með skrikvagni skal fara fram undir stjórn löggilts öku­kennara og skal að jafnaði vera lokið áður en umsækjandi fær útgefið bráðabirgða­skírteini. Umferðarstofa leggur mat á hvort búseta ökunema leiði til þess að ekki verði með sanngirni krafist að æfingaakstur í ökugerði fari fram meðan á ökunámi fyrir verklegt ökupróf stendur. Verði undanþága veitt skal akstur í ökugerði fara fram á fyrstu þremur árum eftir að umsækjandi fær bráðabirgðaskírteini en þó áður en hann fær fullnaðarskírteini.

2. gr.

X. viðauki breytist þannig:

Í 4. mgr. 1. kafla, almennt, falla út orðin: "eða handhafa bráðabirgðaskírteinis".

3. gr.

Á eftir c-lið undir fyrirsögninni "ákvæði til bráðabirgða" kemur nýr liður, d-liður, sem orðist svo:

  1. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 26. gr. er þeim sem lýkur ökuprófi fyrir 1. nóvember 2010 í flokki B heimilt að ljúka æfingaakstri í ökugerði sem lið í ökunámi á fyrstu þremur árum eftir að umsækjandi fær bráðabirgðaskírteini en þó áður en hann fær fullnaðarskírteini.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50., 52. og 73. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 17. ágúst 2010.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica