Samgönguráðuneyti

1046/2008

Reglugerð um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að notendur almennra farsímaneta á ferðalagi innan EES-svæðisins greiði ekki óhóflegt verð fyrir reikiþjónustu þegar þeir hringja eða taka á móti símtölum í farsímaþjónustu. Þá er leitast við að efla neytenda­vernd og val neytenda um leið og hvatt er til samkeppni milli rekstraraðila farsímaneta.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerðin tekur til gjalda sem rekstraraðilum farsímaneta er heimilt að leggja á fyrir að veita alþjóðlega reikiþjónustu fyrir símtöl í farsímaþjónustu með upphaf og lúkningu innan EES-svæðisins og tekur bæði til gjalda milli rekstraraðila netkerfa í heildsölu og gjalda sem þjónustuveitendur heimaneta leggja á í smásölu.

3. gr.

Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt XVI. kafla laga nr. 81/2003 um fjarskipti.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 717/2007 um reiki á almennum farsímanetum innan Bandalagsins og um breytingu á tilskipun 2002/21/EB frá 27. júní 2007 merkt fylgiskjal I, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka EES-samningsins nr. 143/2007 frá 26. október 2007, sem birt er í EES-viðauka nr. 19, frá 10. apríl 2008 bls. 85, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IX. viðauka, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett samkvæmt heimild í 35. gr. og 75. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 28. október 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica