Fara beint í efnið

Prentað þann 24. apríl 2024

Breytingareglugerð

223/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162/2006 um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár, með síðari breytingum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Heiti reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillafélagaskrár.

2. gr.

Heiti I. kafla reglugerðarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Gjaldtaka fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár og almannaheillafélagaskrár.

3. gr.

Á eftir orðinu "samvinnufélagaskrá" í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: almannaheillafélagaskrá.

4. gr.

Á eftir orðinu "samvinnufélög" í 2. og 3. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: almannaheillafélög.

5. gr.

Í stað orðanna "og samvinnufélög" í 5. gr. reglugerðarinnar kemur: samvinnufélög og almannaheillafélög.

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "og samvinnufélagaskrár" kemur: samvinnufélagaskrár og almannaheillafélagaskrár.
  2. Á eftir orðinu "samvinnufélög" í 7. tölul. kemur: og/eða almannaheillafélög.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá, 22. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum, 2. mgr. 147. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum, 2. mgr. 121. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum, 2. mgr. 10. gr. laga um samvinnufélög nr. 22/1991, með síðari breytingum, 20. gr. laga um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri nr. 119/2019, með síðari breytingum, og 33. gr. laga um félög til almannaheilla nr. 110/2021 og öðlast þegar gildi.

Menningar- og viðskiptaráðuneytinu, 8. febrúar 2022.

F. h. menningar- og viðskiptaráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Sigurbjörg Guðmundsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.