Menntamálaráðuneyti

903/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um námsstyrki, nr. 692/2003, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 3. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo:

Þrátt fyrir þetta skal réttarstaða allra umsækjenda taka mið af skráningu í þjóðskrá þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

2. gr.

Talan "II" í b. lið 6. gr. falli brott.

3. gr.

Við 3. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo:

Jafnframt er nefndinni heimilt að veita umsækjanda án fjöldskyldutengsla við skráð lögheimili undanþágu, sbr. a. lið 2. mgr., ef hann leggur fram opinbert vottorð um eignarhald sitt á lögheimilinu eða þinglýstan leigusamning til staðfestingar búsetu sinni.

4. gr.

Nýtt fylgiskjal, sem birt er með reglugerð þessari, kemur í stað eldra fylgiskjals, sbr. reglugerð nr. 760/2004 og reglugerð nr. 829/2006 um breytingu á reglugerð um námsstyrki nr. 692/2003.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 8. gr. laga um námsstyrki, nr. 79/2003 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 4. október 2007.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þórhallur Vilhjálmsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica