1. gr.
Starfslið skóla starfar samkvæmt lögum, reglugerðum, erindisbréfum og gildandi fyrirmælum á hverjum tíma svo og ákvörðun skólameistara um skiptingu starfa milli starfsmanna.
Um yfirstjórn innan hvers skóla fer samkvæmt skipulagi stjórnunar sem sett er í skólasamningi og staðfest með undirritun hans.
Skipulag skóla byggir á grundvelli deilda og/eða verkefna sem skilgreind eru af yfirstjórn skóla í skólanámskrá og í stofnanasamningum samstarfsnefnda skóla og falin eru starfsmönnum með hliðsjón af þeim.
2. gr.
Auglýsa skal öll laus störf innan framhaldsskólans. Um skilyrði til þess að vera skipaður skólameistari eða ráðinn framhaldsskólakennari fer eftir ákvæðum laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
Við ráðningu alls starfsfólks framhaldsskóla og þegar valið er á milli umsækjenda er skylt að taka tillit til menntunar og starfsreynslu auk annarra verðleika.
Gera skal skriflegan ráðningarsamning um öll störf í framhaldsskólum.
3. gr.
Menntamálaráðherra skipar skólameistara við framhaldsskóla til fimm ára í senn að fengnum tillögum hlutaðeigandi skólanefndar og setur honum erindisbréf, sbr. auglýsingu um erindisbréf skólameistara í framhaldsskólum nr. 453/1997.
Skólameistari skal m.a.:
4. gr.
Skólameistari ber ábyrgð á að upplýsa forráðamenn ólögráðra nemenda um námsástundun, námsgengi og önnur atriði er varða skólavist nemandans og velferð hans.
5. gr.
Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara að höfðu samráði við skólanefnd til allt að fimm ára í senn að undangenginni opinberri auglýsingu.
Aðstoðarskólameistari skal uppfylla skilyrði í ákvæðum laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu.
Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur.
Nánar má kveða á um starfsskyldur aðstoðarskólameistara í erindisbréfi er skólameistari setur.
6. gr.
Skólameistara er heimilt að ráða áfangastjóra að höfðu samráði við skólanefnd til allt að fjögurra ára í senn úr hópi framhaldsskólakennara við skólann eftir að starfið hefur verið auglýst innan skólans. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu.
Áfangastjóri skal m.a. hafa umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann, en að öðru leyti má kveða nánar á um starfsskyldur hans í erindisbréfi sem skólameistari setur.
7. gr.
Skólameistari ræður kennara við framhaldsskóla að höfðu samráði við skólanefnd. Öllum kennararáðningum skal vera lokið eftir því sem kostur er á fyrir 1. júní ár hvert.
Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð á eftirfarandi:
Kennari situr kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð um kennarafundi.
8. gr.
Auk þeirra föstu starfa sem tilgreind eru í 7. gr. er skólameistara heimilt með sérstöku samkomulagi við kennara að fela þeim önnur fagleg störf eða stjórnun. Slík störf skulu varða faglegt starf kennara á grundvelli kennslugreina, námsbrauta, deilda eða annarra heildstæðra eininga eða tengjast með öðrum hætti starfsemi skólans, þjónustu hans og samskiptum við nemendur. Um fagleg störf eða stjórnun sem þessi grein tekur til gilda starfslýsingar innan skóla með hliðsjón af stofnanasamningum þeirra og þau skal auglýsa innan skólans.
9. gr.
Skólameistari ræður náms- og starfsráðgjafa í samráði við skólanefnd. Náms- og starfsráðgjafi skal hafa lokið minnst fjögurra ára háskólanámi með fullgildum lokaprófum og þar af eins árs námi í náms- og starfsráðgjöf.
Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann. Náms- og starfsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana. Hann kemur upplýsingum þar um til skólameistara.
Náms- og starfsráðgjafi skal m.a.:
Fara skal með vitneskju sem náms- og starfsráðgjafi öðlast um persónuleg mál einstaklinga sem trúnaðarmál.
10. gr.
Skólameistari ræður starfsfólk skólasafns að höfðu samráði við skólanefnd. Yfirmaður skólasafns skal vera bókasafnsfræðingur.
Yfirmaður skólasafns situr fundi yfirstjórnar skólans þegar fjallað er um málefni er snerta skólasafnið sérstaklega.
Yfirmaður skólasafns skal m.a.:
11. gr.
Skólameistara er heimilt að ráða fjármálastjóra að höfðu samráði við skólanefnd.
Skólameistari getur m.a falið fjármálastjóra að:
12. gr.
Þar sem ekki teljast efni til að ráða í allar þær stjórnunarstöður sem nefndar eru í reglugerð þessari, t.d. vegna smæðar framhaldsskóla, getur skólameistari að höfðu samráði við skólanefnd skipað störfum með öðrum hætti, s.s. með því að sameina störf með einni ráðningu, telji hann það henta.
13. gr.
Um önnur störf innan skóla, ótalin í reglugerð þessari, fer eftir ráðningarsamningi byggðum á lögum, reglugerðum, erindisbréfum, stofnanasamningum samstarfsnefnda skóla og öðrum gildandi fyrirmælum á hverjum tíma, sbr. 1. gr.
14. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 11. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 5/2001 um starfslið og skipulag framhaldsskóla, með áorðnum breytingum.
Menntamálaráðuneytinu, 2. nóvember 2007.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þórhallur Vilhjálmsson.