Menntamálaráðuneyti

453/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 196/2003 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir ákvæði til bráðabirgða komi ný málsgrein svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 4. gr. er þeim nemendum sem úrskrifast með stúdentspróf í lok vorannar 2005 ekki skylt að hafa þreytt samræmd stúdentspróf í tveimur námsgreinum.


2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 6. maí 2005.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Guðmundur Árnason.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica