Menntamálaráðuneyti

126/1997

Reglugerð um Lyfjafræðistofnun Háskóla Íslands (Institute of Pharmacy, Pharmacology and Toxicology, University of Iceland). - Brottfallin

1. gr.

                Lyfjafræðistofnun heyrir undir læknadeild í samræmi við 3. mgr. 9. gr. laga um Háskóla Íslands, nr. 131/1990.

 

2. gr.

                Hlutverk stofnunarinnar er:

a.             Að vera vísindaleg rannsóknarstofnun í lyfjafræði og eiturefnafræði, sbr. 3. gr.

b.             Að vera vísindaleg kennslustofnun í lyfjafræði og eiturefnafræði sem veitir leiðsögn við rannsóknartengt nám (m.a. BS-, MS- og doktorsnám).

c.             Að efla kennslu í lyfjafræði og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

d.             Að stunda þjónusturannsóknir á ýmsum sviðum lyfjafræði og eiturefnafræði gegn greiðslu.

                Þjónusturannsóknir falla í eftirtalda fimm flokka:

                I.              Réttarefnafræði.

                II.            Lyfjamælingar.

                III.           Eiturefnafræði.

                IV.           Lyfjagerðarfræði.

                V.            Lyfja- og efnafræði náttúruefna.

e.             Að hafa samvinnu við aðrar rannsóknarstofnanir og rannsóknarstofur í heilbrigðisvísindum eða skyldum greinum.

 

3. gr.

                Stofnunin skiptist í sex rannsóknarstofur:

1.             Rannsóknarstofu í lyfjaefnafræði (þar á meðal eðlislyfjafræði).

2.             Rannsóknarstofu í náttúruefnafræði.

3.             Rannsóknarstofu í lyfjagerðarfræði (þar á meðal aðgengisfræði).

4.             Rannsóknarstofu þjónusturannsókna í fimm flokkum (sbr. 2. gr. lið d).

5.             Rannsóknarstofu í eiturefnafræði.

6.             Rannsóknarstofu í líflyfjafræði (þar á meðal klínisk lyfjafræði).

 

4. gr.

                Starfsaðstöðu á stofnuninni hafa:

a.             Þeir prófessorar, dósentar, lektorar, aðjúnktar og fastráðnir sérfræðingar í fyrrnefndum greinum við Háskóla Íslands (sbr. 3. gr.), sem þess óska.

b.             Gistikennarar, sérfræðingar, stundakennarar og nemar í rannsóknartengdu námi, sem sinna tímabundnum verkefnum í lyfjafræði, eiturefnafræði eða skyldum greinum, skv. ákvörðun stjórnar stofnunarinnar.

c.             Stúdentar sem vinna að verkefnum í tengslum við nám.

d.             Skrifstofustjóri og annað starfsfólk á skrifstofu og rannsóknarstofum.

 

5. gr.

                Stjórn stofnunarinnar er skipuð öllum fastráðnum kennurum og aðjúnktum sem aðstöðu hafa á stofnuninni, einum fulltrúa fastráðinna sérfræðinga, til tveggja ára í senn, og einum fulltrúa stúdenta, tilnefndum af nemum í rannsóknartengdu námi, til eins árs í senn. Stjórnin kýs forstöðumann úr hópi prófessora og tvo aðra, sem sæti eiga í stjórn stofnunarinnar, í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjórn er kosin til tveggja ára í senn. Framkvæmdastjórn fjallar um öll sameiginleg málefni stofnunarinnar, hefur umsjón með fjármálum hennar og gengur frá rekstraráætlun og tillögum um fjárveitingar til stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar tekur árlega saman skýrslu um starfsemina.

                Forstöðumaður og aðrir sem sæti eiga í framkvæmdastjórn skulu fá greidda þóknun fyrir störf sín í samræmi við reglur Háskóla Íslands, og þær venjur sem skapast hafa um greiðslur fyrir slík störf.

 

6. gr.

                Rekstur stofnunarinnar er greiddur af ríkisfé. Aðrar tekjur stofnunarinnar eru:

a.             Styrkir til einstakra verkefna.

b.             Greiðslur fyrir umbeðin verkefni.

c.             Gjafir.

                Fjármál heyra endanlega undir háskólarektor og háskólaritara, sbr. 3., 4. og 5. mgr. 2. gr laga um Háskóla Íslands, nr. 131/1990. Skal reikningshald vera hluti af heildarreikningi Háskólans. Stjórn stofnunarinnar skal leita samþykkis læknadeildar varðandi fjárhagslegar skuldbindingar, sem geta haft áhrif á fjárhag deildarinnar. Við framkvæmd þessa ákvæðis skal gæta ákvæða 7. gr. reglugerðar þessarar.

 

7. gr.

                Nú er starfsemi Lyfjafræðistofnunar Háskóla Íslands í frjálsri samkeppni við atvinnustarfsemi annarra aðila og skal þá gætt ákvæða 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og sé sá þáttur starfseminnar fjárhagslega aðskilinn annarri starfsemi Háskóla Íslands og ekki niðurgreiddur hvorki af tekjum af annarri starfsemi háskólans né fjárframlögum til hans.

 

8. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9. gr. laga um Háskóla Íslands, nr. 131/1990, sbr. 65. gr. reglugerðar fyrir Háskóla Íslands, nr. 98/1993, með áorðnum breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytinu, 28. janúar 1997.

 

Björn Bjarnason.

Þórunn J. Hafstein.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica